2.12.2008 | 13:50
Óþekku börnin
Í sumum fjölskyldum þar sem foreldrarnir eru mjög "uppteknir" verður litið hlustað á það sem börnin vilja tjá sig um. Reyndar fá greyin bara langþráða athyglina þegar þau eru búin að fá nóg og farin að láta illa. Hver kannast ekki við þetta?
Stór hópur fólks á höfuðborgarsvæðinu og einnig á Akureyri hefur í margar vikur reynt að fá athygli stjórnmálamanna, reynt að tjá sig, reynt að fá breytingar á óþolandi óréttlæti. Í útlöndum er verið að furða sig yfir hve friðsæl þessi mótmælin fara ennþá fram. Annarstaðar í heiminum væri fyrir löngu búið að sjóða upp úr. Reiði fólksins hér fer samt að magnast og alveg skiljanlegt að unga kynlsóðin er þar mest áberandi. Þetta er ekki skríll, þetta eru ekki "kommar". Þetta eru börnin Íslands sem ekki er hlustað á.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.