9.12.2008 | 14:11
Harka í mótmælunum
Nú færist greinilega harka í mótmælin. Þetta var ég búin að spá . Svona verður það þegar það er ekki hlustað á fólkið. Auðvitað er ekki skemmtilegt að sjá ofbeldi og skemmdaverk. Mótmælin eiga að vera friðsamleg og málefnaleg eins og það hefur hingað til verið. En ég hef samúð með þessu unga fólki sem finnst komið nóg af því að það sé ekki hlustað á réttmæta kröfurnar um að ráðamenn axla loksins ábyrgð. Það eru ekki réttu viðbrögðin hjá ráðherrunum sumum að vera ekki til tals, sitja í glerbúrinu sínu og vonast að reiðibylgjan fjarar út. Þessi bylgja mun ekki fjara út, hún mun þvert á móti eflast á nýja árinu þegar jólin eru að baki og timburmenn fjármálasukksins segja á fullu til sín.
Mótmælendur eiga ekki að bíta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lögreglumenn hjá okkur kunna margir ekki réttu handtökin í svona málum enda ekki vanir að bregðast við slíku. Ég vorkenna þá að þurfa að standa í þessu.
Úrsúla Jünemann, 9.12.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.