15.12.2008 | 12:44
Hamfarirnar sjö
Á þýsku heitir þessi saga úr biblíunni "die 7 Plagen". Mig rámar í að það var í sambandi með dvöl Ísraelar í Egyptalandi og þeirra ósk að mega snúa heim. Þá sendi guð 7 náttúruhamfarir í röð, ég man þetta ekki alveg í smáatriðum. En Faraó gafst loksins upp og leyfði Ísraelsmönnunum að fara.
Hér á landi hafa nú þegar 2 hamfarir riðið yfir: Bankagjaldþrotið og sýkingin í síldinni. Sú þriðja er í uppsiglingu: Áform um fleiri álver standa á brauðfótunum og stóriðjudýrkendur þurfa loksins að viðurkenna að ekki er sniðugt að fókusa um of á eina atvinnugrein.
Hvað kemur svo næst? Harður vetur? Óveður og flóð? Eldgos? Bakreikningar Impregilo?
En eftir 7 mögrum árum koma aftur góð ár ef við höldum rétt á spöðunum. Verum vakandi og leyfum ekki sama genginu að spilla landið okkar og efnahag aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.