16.12.2008 | 14:51
Jól, hátíđ ljóss og friđar
Jólin koma og ég er farin ađ hlakka til ađ komast í frí. Börnin í skólanum eru ćst, jafnvel meira en oft áđur. Viđ höfum fullt í fangi međ ađ ađskilja litla slagsmálahunda og verja ţau rólegu fyrir árásum. Á skólalóđinni er snjóboltastríđ í gangi og enginn er spurđur hvort hann vill vera međ. Róleg sögustund, kertaljós og tónlist hitta takmarkađ í mark, en viđ gerum okkar besta. Ćskan er sennilega í sykursjokki af öllu nammi og gosi sem er í bođi núna. Kreppan hvađ?
Síđasta laugardag átti ég samtal viđ ţýskan blađamann á Austurvelli eftir mótmćlunum. Hann furđađi sig á hversu margt fólk vćri í búđunum ađ versla og á kaffihúsum ađ fá sér hressingu. Honum fannst engin kreppumerki ađ sjá. Ég sagđi honum ađ viđ vćrum snillingar ađ fresta vandamálin fram yfir áramót. Honum fannst einnig merkilegt hversu friđsamleg mótmćlin vćru ennţá miđađ viđ hversu lengi ţau hafa stađiđ yfir. Í mörgum löndum vćri fyrir löngu mćlirinn fullur. En viđ hér á Íslandi erum bara mjög friđelskandi ţjóđ. Kannski best ađ gleyma fram yfir jólin ađ ţjóđin er á hausnum, glćpamennirnir ganga ennţá laus og ríkisstjórnin situr mátt- og ađgerđalaus og bíđur eftir kraftaverk.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.