En um mótmæli

Ég hef farið í ansi mörg mótmæli hér á landi og hef haldið að hér ríkti lýðræði og skoðunarfrelsi. Aldrei fannst mér þörf á því að fela mig eða hylja andlitið því mér fannst að ég var að gera rétt að koma mínum viðhorfum á framfæri. Hvað getur friðelska manneskja gert annað en skrifa greinar, taka þátt í mótmælum og kjósa eftir sínum sannfæringum?

Í mótmælunum sem nú standa yfir sér maður fullt af fólki sem hylur andlitið sitt. Það finnst mér mjög alvarlegt. Þetta fólk hefur hingað til ekkert gert af sér og ætlar sennilega ekki að fremja glæp. Getur verið að þessir einstaklingar eru einfaldlega hræddir við að sýna sig? Gæti það verið að mótmælagleðin veldur seinna meir því að fólkinu sé mismunað  t.d. með á fá vinnu, fá  styrk? Er virkilega að skrá fólkið í mótmælunum með myndartökum til að refsa því seinna á einhvern hátt? Hvers vegna eru mótmælendur ekki að sína andlitið sitt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband