5.1.2009 | 11:40
Frábær leið að spara
Undirfarnir dagarnir voru með eindæmum blautir hér á SV horninu. Mér fannst stundum að ég væri að aka í eintómum lækjarfarvegum. Hjólför sem myndast á hverjum vetri sökum nagladekksnotkunar eru jafnvel hættulegar í mikilli bleytu. Hvað skyldi það kosta þjóðfélaginu að bæta þessa götuskemmdir ár eftir ár? Fyrir þann pening væri hægt að reka myndarlegt kerfi í almenningssamgöngum. Kannski væri hægt að sleppa allar þær hækkunar sem nýlega voru lagðar á sjúklingana? Kannski þyrfti ekki að skera niður jafn grimmilega í skólunum eins og stendur til?
Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en landinn er ekki mjög skynsamlega hugsandi virðist vera. Hvernig væri nú að banna þennan nagladekk- ósóma?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.