8.1.2009 | 12:38
Burt með einkavæðingaráðherra!
Nú er komið meira en nóg af einhverjum handahófskenndum aðgerðum heilbrigðisráðherra. Hvaða sparnaður skyldi vera fólgin í því að flytja sjúklingar langar leiðir um allt land - og starfsfólkið líka? Á landsbyggðinni eru samgöngur bara þannig að það eru takmörk fyrir því hvað veikt fólk þarf að fara langt til að komast undir læknishendur. Dæmi Patreksfjörður - Ísafjörður sýnir glöggt að svona gengur ekki upp. Fyrir utan þetta þá þarf veikt fólk einnig sálrænan stuðning, þetta er mikilvægt fyrir batann. Ég man með hryllingi eftir því þegar ég lenti í slysi í Þýskalandi langt frá heimilinu mínu og þurfti að dvelja í nokkrar vikur á spítala, var alein og yfirgefin og fékk aldrei heimsókn. Það mun vera lítið um heimsóknir til sumra sjúklinga með nýja skipun hans Guðlaugs Þórs.
Hvaða hagnaður er í því að loka spítalann í Hafnarfirði og flytja starfsemina til Keflavíkur? Mig grunar illilega að þarna spila flokkspólitíkin inn í. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er jú svo flokkstrúr sjálfstæðismaður.
Heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór ætti ekki að fá leyfi að valsa yfir allt og alla og hunsa álit fagmanna í heilbrigðisgeiranum. Hann er einn af alverstu ráðherranum sem hefur verið uppi lengi. Vesalings fólk sem veikist núna!
Ráðherra segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.