Einsemd

Nei, það er ekki gott að vera kominn á efri árin á Íslandi. Margt hefur verið lofað og vegna efnahagsástands var ekki staðið við það. Sorglegt dæmi er það um hann Kristján Eiríksson sem býr aleinn í stóru fjölbýlishúsi og á ekki von á þjónustu sem var lofað þegar hann keypti íbúðinni. Sú var væntanlega mjög dýr enda er iðulega okrað á gamla fólkinu. Ætli hann hafi ekki rétt á bótum því hann fékk ekki það sem hann keypti. Svo er alveg afleitt að leyfa manninum ekki að fá hund eða kött. Það er vitað að fólk sem býr eitt hefur mjög gott af slíkum félagsskapi. Ekki mun trufla það nokkur sálu í þessu stóru og tómu húsi.

Um daginn var ég einmitt að velta fyrir mér hvort einsemd gamla fólksins á ekki eftir að aukast mjög. Nú flytur margt ungt fólk til útlanda til að fá vinnu og betri lífskjör. Eftir verður gamla fólkið sem fær aldrei eða allavega mjög sjaldan heimsókn frá börnunum og barnabörnunum. Kreppan sundrar fjölskyldur: Börnin og jafnvel makinn þarf að fara út fyrir landsteinana til fá vinnu. Þetta er bara einn af vondu afleiðingunum efnahagsástandsins.


mbl.is Einbúinn við Suðurlandsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband