19.1.2009 | 11:17
Það fjölgar í mótmælunum
Nei, við höfum engu gleymt og við munum ekki gleyma hvernig græðgisvæðing fór með okkar litla land. Og við munum ekki gleyma þeim mönnum sem stjórnuðu - og stjórna enn. Ef um nokkur stjórn er að ræða. Frekar skal kalla það óstjórn. Manninum verður óglatt að fá alla fréttir um gruggug og siðlaus viðskipti sem áttu sér stað.
Þúsundir manna mættu aftur á Austurvöll í friðsöm mótmæli. Erlendir fréttamenn sýna þessu mikinn áhuga. En hér á innlendum vettvangi er lítið gert úr þessu. Í Mogganum í dag var pínulítil mynd, í sjónvarpinu örstutt skot. Það var mótmælt á mörgum stöðum á landinu um helgina, mótmælunum fer fjölgandi.
Hvenær kemur sá dagur að menn axla ábyrgð?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.