Piparúði er neyðarvörn

Ég veit ekki betur en að piparúði er skaðlegt heilsu og er bara leyfilegt í neyðarvörn. Á mótmælafundinum í dag var engin ofbeldi, maður er reyndar hissa hve friðsæl mótmælin eru ennþá. Það er búið að valta yfir þjóðin á skítugum skóm og enginn vill taka ábyrgð á því hvernig komið er.  En að lögreglan er að beita piparúða bara til þess að koma fólkinu í burtu er algjört hneyksli. Björn Bjarnason Army ætti að fá betra þjálfun til að bregðast rétt við.

Svo spyr ég einnig: Hvar stendur að börn og unglingar mega ekki taka þátt í mótmælum? Þetta er fólkið sem erfir landið og allar skuldir sem fjárglæframennirnir hafa stofnað og virðist ekki vera ábyrgðir fyrir. Og það í skjóli ónýttra ríkisstjórnar.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Ólafsson

Hvernig væri að að snúa vörn í sókn og  vopnast og úða einhverju svipuðu á Lögreglu  og ráðamenn

Guðjón Ólafsson, 20.1.2009 kl. 17:53

2 Smámynd: MacGyver

Ég heyrði nú aðra frásögn hérna á blogginu um hversu friðsæl þessi mótmæli voru.

MacGyver, 20.1.2009 kl. 18:09

3 identicon

Það er furðulegur misskilningur hjá hópi mótmælenda að það hafi einhvern frest til að færa sig sig þegar lögreglan biður um það...

Það virðist ekki færa sig fyrr en úðabrúsinn er kominn upp... en gefur sér samt góðan tíma og reynir að fara eins mikið í taugarnar á lögreglunni og það getur

Og er svo steinhissa þegar það fær úðann á sig og vælir "en við vorum að færa okkur"

Ef að þau væru að færa sig skv tilmælum lögreglu... þá væri ekki verið að úða á það... það er svo einfalt

Kristmann (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 18:15

4 identicon

Það stendur skýrt í lögum landsins að fólki beri UNDANTEKNINGARLAUST að fara að tilmælum lögreglu, svo lengi sem í þeim tilmælum felst ekki lögbrot

Kristmann (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 18:16

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Æi Kristmann... never mind.

Burt með þetta lið sem var að láta eins og fífl við Austurvöll. Þá á ég við Geir og co.

Villi Asgeirsson, 20.1.2009 kl. 20:51

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Alls óþekk eru afleiðingar þessa varhugaverða piparúða. Á bloggsíðu minni http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/778119 eru tvær spurningar til BB dómsmálaráðherra er lýtur að þessum piparúða.

Hvað verður næst? Verður fosfór dreift næst eða jafnvel naplam?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband