Geir í HARDtalk

Ég var einfaldlega kjaftstopp þegar ég fylgdist með viðtal Geirs Haarde í BBC. Það var bara einn góður punktur í þessu og það var spyrillinn. Hann var vel undirbúinn og hnífbeittur í sínum spurningunum og afhjúpaði heldur betur hversu illa Geir hefur staðið sig.

Geir hafði einfaldlega engin svör. Hann fór bara með frasa og ekki- svörum. Verst var þó að hann fór einnig með ósannindi, t.d. að íslenskir sparifjáreigendur hefðu ekki tapað neinu. Ef ég skoða bara minn fjárhag eftir bankahruninu þá gæti ég gubbað að fá svona framan í mig.

Svo skundar þessi maður núna ótt og títt í pontu á Alþingi og er með eitthvað þras sem tefur bara afgreiðslu mikilvægra mála. Hann ætti að sitja í aftasta horni og halda sig saman, allavega þangað til hann hefur beðið þjóðina afsökunar fyrir öll sín afglöp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér.  Það er verst að hann kann ekki að skammast sín.

Aðalbjörg Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband