Um hvalveiðar og frelsi

Kannski eru hvalveiðar ekki aðalmálið núna, annað er meira aðkallandi. En fyrir fáeinum dögum mættu sendiherrar á fund sjávarráðherra Steingrímur J. og hörmuðu ákvörðun þáverandi sjávarráðherra Einar G. að auka hvalveiðikvótann sem hann tók á síðasta degi sinar ráðherratíð. Sendiherrar þessir voru flestir frá okkar helstu viðskiptalöndum.

Nú spyr ég: Höfum við efni á því að hunsa þessar athugasemdir? Eins og okkar staðan er í dag, skuldugir upp fyrir haus og rúin trausti, eigum við efni á því að sýna heiminum puttann og þykjast geta gert allt sem okkur dettur í hug? Njóta auðlindir? Skapa atvinnu? Bull! Við stórsköðum ímyndina okkar sem er ekki of góð fyrir. Við stórskemmum fyrir ferðaþjónustuna sem hefur verið sú atvinnugrein sem hefur vaxið og dafnað hvað mest og skapar fullt af störfum.

Við verðum að hlusta á umheiminn, hefðum þurft að gera þetta fyrir löngu. Við erum ekki frjáls þjóð, allavega ekki lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband