16.2.2009 | 16:33
Er Davíð ofsóttur?
Hvernig er þetta með hann Davíð? Er hann að bíða eftir því að þjóðin meðaumkast yfir hann. Af því hann er ofsóttur af mótmælandi skrílnum? Þegar maður heyrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins tala þá ætti maður að halda að í Seðlabankanum sæti píslavottur. Frumvarpið um breytingar í Seðlabankanum snúast nú aðallega um það að endurvekja traustið til þeirri stofnun. Það gerist ekki öðruvísi en Davíð víkur. Hefði seðlabankastjóri verið ópólitískur þá hefði hann líka þurft að segja af sér eftir öllu því sem hefur gengið á hér í fjármálageiranum.
Athugasemdir
Hann er að beita þeirri aðferð sem hann kann best og hefur notað mest en það er að sitja af sér stormviðrið og vanast eftir að fólk gleymi.
Hann ætlar sér ekki að fara vegna þess að hann hugsar í sögubókarformi og getur ekki hugsað sér að enda sinn "glæsilega" feril á því að vera hrakinn burt úr því embætti sem hann skipaði sjálfan sig í og hugðist eyða þar rólegu ævikvöldi.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 16.2.2009 kl. 16:37
Davíð er varla stætt lengur.
Mjög góð grein um ástandið á Íslandi eftir Írísi Erlingsdóttur má lesa á þessari slóð:
http://www.huffingtonpost.com/iris-lee/whats-next-for-iceland-en_b_160526.html
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.2.2009 kl. 11:39
Nákvæmlega, hann heldur að heimurinn snúist um hann og skilur ekkert í því að fólkið vill hann burt...
TARA, 17.2.2009 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.