Óskar Bergsson og siðferði

Óskar Bergsson bauð 25 framsóknarmönnum á kostnað Reykjavíkurborgar. Sagði hann í Kastljósinu í kvöld að það hefði verið dæmi upp á 90.000 kr. Miðað við allar milljarðar sem eru í umræðum núna  finnst manninum  þetta kannski ekki neitt til að tala um. En málið snýst fyrst og fremst um siðferði. Á maðurinn rétt á því að boða flokksbræðrum á kostnað borgarbúa? Hvar eru mörkin? Borgarbúar eiga ekki að þurfa að standa kostnað fyrir einhverjar móttökur á vegum flokksins. Það er svona einfalt. Þetta kallast spilling þó ekki um mjög stórar upphæðir er að ræða. Í öðrum löndum er krafist afsagnar fyrir slíkt. Mjög neyðarlegt fannst mér útúrsnúningar Óskars í viðtali í Kastljósinu. Vildi hann meina að VG hefði einhvertíma fyrir nokkrum árum staðið að svipaðri móttöku. Svona lagað minnir mig á skólakrakka sem afsaka gjörðir sínar með því að "hinir gerðu þetta líka".

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað skyldi ÓB segja ef hinir 14 borgarfulltrúarnir myndu bjóða vinum sínum í prívatpartí á kostnað borgarinnar?

Þetta boð Óskars er vont fordæmi á tímum aðgæslu og sparnaðar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.2.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband