Eru allir svona?

það er ljótt að alhæfa um fólk. En það heyrist mjög oft setningar sem byrja á þann hátt: "Allir Bandaríkjamenn eru..." eða  "Allar konur eru..."

Eru allir Íslendingar fjárglæframenn þegar nokkrir tugir manna hafa sett þjóðina á hausinn með græðgi og glannaskap?

Eru allir vélhjólamenn umhverfisníðingar þegar nokkrir ruddar spæna upp viðkvæmt land?

Eru allir hestamenn dýraníðingar þegar sumir hugsa ekki um hestana sína á veturna?

Eru allir landsmenn sóðar þegar sumir tæma úr öskubökkunum á gangstéttir, henda ruslið út um bílaglugga og eru ennþá með leifar af áramótaflugeldum fyrir framan húsin?

Eru allir Íslendingar trúgjarnir og gleymnir þegar kosningarloforðin fara á loft núna? Kjósa eins og þeir hafa alltaf gert og muna ekki eftir neinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Svona alhæfingar "allir Íslendingar" eru auðvitað ömurlegar enda fæstir Íslendingar sem tóku þátt í spillingunni.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband