27.3.2009 | 11:35
Allir á fjórhjól!
Er þetta virkilega satt að það verið er að selja fjórhjól fyrir smákrakka alveg niður í leikskólaaldur? Þyrfti nú ekki að grípa inn í þetta og setja einhverjar reglur um innflutning slíkra tækja? Notkun vélknúna ökutækja er ekki löglegt á barnsaldri nema á afmörkuðum æfingarsvæðum. Hvað gerist svo? Elsku litla barnið á þetta flotta tryllitæki heima hjá sér og pabbi eða mamma hafa sjaldnast tíma að aka það á torfærusvæðið. Þá fer krílið að stelast og brunar um á gangstígunum eða út í móa, spólar, spænir og skemmir. Og það sem enn er verra: það setur sig og aðra í hættu. Svona tæki eru ekki skráð og ekki tryggð. Ég sé svona ólöglegan torfæruakstur oft hér í bænum. Lögreglan er sjaldnast á staðnum og ef þá stingur gengið bara af.
Hér þarf að grípa inn sem fyrst og stoppa innflutning og sölu slíkra leikfanga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.