Skrítinn dómur

Móðir sem á barn í Mýrahúsaskóla var nýlega dæmt til að greiða skaðabætur. Dóttir hennar sem er með aspherger- heilkenni slasaði kennarann sinn það alvarlega að hann beið heilsutjóni.

Þegar ákveðið var á sínum tíma að öll börnin eiga rétt að sækja nám í venjulegum grunnskóla þá hljóta yfirvöldin að hafa gert sér grein fyrir að börn með sérþarfir kalla á meira mannskap og þá sérmenntaða starfskrafta til að sinna þeim. Nú veit ég ekki hvernig málin standa í nefndum skóla en ég veit að  víðar er potturinn brotinn og álag á kennarana hefur aukast þegar sérstök börn bætast í hópinn.

Er rétt að dæma móðir að greiða margar milljónir í skaðabætur þegar hún þiggur tilboð um að senda barnið sitt í venjulegan grunnskóla sem hún á rétt á? Og eru kennarar ekki tryggðir í starfi sínu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þessi dómur var alveg absúrd, einsog svo margir aðrir hjá íslenska dómskerfinu

halkatla, 27.3.2009 kl. 14:38

2 Smámynd: TARA

Mér finnst þetta nú einmitt alveg eins og það á að vera. Ekkert barn, alveg sama hver er, á rétt á að slasa kennara án þess að eftirmál verði.  Ef þetta hefði verið á hinn veginn þá hefði kennarinn verið rekinn með skömm, allir landsmenn lagt hann í einelti og mannorð hans eyðilagt. Hvers vegna ætti þetta að vera öðru vísi þó krakki eigi í hlut ? Af hverju á barn að komast upp með hvað sem er án þess að þurfa að bera nokkra ábyrgð, eða forráðamenn barnsins.

TARA, 27.3.2009 kl. 17:13

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér þykir nauðsynlegt að skólar komist betur til móts við einstök börn en nú er og ég er ekki hlynntur því að aðskilja þau frá hinum. Það tel ég m.a. aftra félagsþroska þeirra. Þess vegna er mikilvægt að skólar standi betur að aðlögunarferlinu en nú er og ráðnir verði sérfræðingar sem sjái um að framfylgja því.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.3.2009 kl. 18:23

4 Smámynd: Eygló

Eins og næstum alltaf; tvær hliðar á málinu:

"...aðskilja þau frá hinum. Það tel ég m.a. aftra félagsþroska"

Hitt er að oft koma upp mál þar sem "venjulegu" börnin fá minni athygli og aðstoð (aftrar þroska?) vegna fyrirferðar hinna.

Geri ráð fyrir að hver sjái þetta frá sínum eigin sjónarhóli.

Eygló, 27.3.2009 kl. 23:49

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Svo má ekki gleyma því að öll sérfræðiaðstoð kostar peningar. Þar einmitt liggur hundurinn grafinn.

Úrsúla Jünemann, 30.3.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband