Jesús minn, Davíð!

Davíð Oddsson hefur greinilega ekki lesið Nýja Testamentið nógu vel. Jesús var krossfestur fyrir það að hann passaði ekki nógu vel inn í kramið hjá valdhöfunum, predikaði um kærleik, fyrirgefningu og nægjusemi. Fræg er það atriði þegar hann rak peningaöflin úr helgidómnum föður sins. Með Jesús voru krossfestir 2 sakamenn.

Davíð Oddsson hefur í sinni valdatíð einmitt stutt peningaöflin í þjóðfélaginu, hefur leyft þeim að stækka um of með frjálshyggjustefnunni. Auðmýkt, kærleikur og iðrun er vandfundið í fari þess manns. Ekki veit ég til þess að bankastjórnendur sem voru "krossfestir" með Davíð eru sakamenn. En málið snýst auðvitað um það að menn í þeirra stöðu þurfa að víkja eftir slíkum hamförum sem gengu yfir þjóðina.

Að Davíð líkir sig saman við Jesús sýnir glögglega að hann gengur ekki heill til skógar. En miklu alvarlegra  var hversu vel var klappað fyrir slíku bulli á landsfundinum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sjálfstæðisflokkurinn er eins og ein stór alkafjölskylda. Á toppnum trónir ofbeldisfulli heimilisfaðirinn sem rausar ekkert nema tóma steypu við matarborðið sem aðrir fjölskyldumeðlimmir neiðast til að kyngja, því ellega bíður þeirra einelti og ofbeldi. Næstur í goggunarröðinni er lúbarða eiginkonan (Geir H Harde) sem er orðin "BLÁ" í framan en á eftir ofbeldis sídrukna föðursins og síðan kemur illa leikin krakkahirðin sem telja mætti almenna þingmenn og meðlimi sjálfstæðisflokksins.

Saman verður ein stór alkafjölskylda sem gengst við öllu því sem faðirinn segir án gagnrínar hugsunar 

Brynjar Jóhannsson, 30.3.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þessi samlíking hefur vafalaust móðgað fjölmarga kristna menn og þörf er á að Davíð biðjist afsökunnar á þessum ummælum sínum.

Hilmar Gunnlaugsson, 30.3.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband