Hústaka á Vatnsstig

Það vantar húsnæði í Reykjavík. Ekki glæsiíbúðir eða stór einbýlishús, nóg er af því og búið að byggja nóg af þessu fyrir næstu 10 árin. En það vantar ódýrt húsnæði, litlar íbúðir sem venjulegt fólk hefur ráð á að kaupa. En mörg gömul hús í miðbænum eru tóm og ónotuð, gagna engum og drabbast niður. Braskararnir sem keyptu þau gera bókstaflega út á það að skapa rónahverfi sem fleiri og fleiri yfirgefa því þá geta þeir keypt fleiri hús á verðmætum lóðum.

Svo kemur ungt fólk og ætla að nota gömlu húsin í eitthvað uppbyggilegt. Það er jafnvel byrjað að dytta að þessum húsum. En nei, þetta má ekki. Eignarréttindin segja að braskararnir hafa rétt á því að láta húsin grotna niður, öllum til ama og setjandi ljótan blett á borgina. Hér vanta strangari reglur og lög um viðhaldsskyldu og notkun á gömlum húsum. Það mætti t.d. leigja húsin fyrir litinn pening gegn því að  sá sem byr þar sér um viðhald á húsnæðinu. Þetta væri öllum til gagns og myndi leysa mörg vandamál. Og lögreglan gæti snúið sér að þarfara verkefnum en að brjóta og bramla til að henda hústökufólkinu út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Traustason

Gott innlegg. Sonur minn var þarna og þeir sem voru í hústökunni er ungt fólk með skoðun. Við skulum virða það!

Trausti Traustason, 16.4.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband