15. apríl er merkilegur dagur

Þann 15 apríl eiga landsmenn að skipta um dekk, semsagt nagladekkin burt! Hvað munu liða margar vikur þangað til síðasti ökumaður hættir að berja göturnar með nagladekk sem gera ekkert gagn og þar af verra? Og hvenær mun lögreglan byrja að sekta þetta fólk sem hlýðir ekki lögum og reglum? Þetta er alveg ótrúleg linkind að leyfa fólkinu langt fram eftir sumri að eyðileggja og menga.

Og vonandi verður tekið upp á því næsta vetur að skattleggja nagladekk það mikið að engum dettur í hug lengur að nota slíkt. Erfitt er að kenna gömlum hundum að sitja og erfitt að kenna ökumönnum að nagladekk eru verra við flest allar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef þegar skipt um dekk. Auðvitað á að sekta þá strax sem ekki gera það.

Nagladekk eru þó skynsamlegust yfir vetrartímann Úrsúla mín og er það álit stofnana.

Hilmar Gunnlaugsson, 17.4.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: TARA

æææ...hvað með fólk úti á landi sem stundum er enn á kafi í snjó á þessum tíma ?

TARA, 19.4.2009 kl. 19:22

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það eru betri kostir í boði en nagladekk einmitt á veturna sem henta fyrir flest allar aðstæður en ekki bara í glerhálku. Bara þá eru nagladekk virkilega af gagni.

Úrsúla Jünemann, 20.4.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband