27.4.2009 | 16:16
Málþing um græn störf
Á kosningardegi notaði ég góða veðrið og hjólaði til Reykjavíkur. Þar í Iðnó fór fram málþing um "græn störf". Sjö fyrirtæki kynntu sitt starfsemi og var mjög fróðlegt að heyra frá fullt af frábærum hugmyndum. Það var sama hvort spáð var í betri nýtingu á eldsneyti, í framleiðslu á hágæða náttúruvörum, í framleiðslu prótínmjöls úr aflofti frá jarðvarmavirkjunum eða fuglaskoðunarferðir fyrir ferðamenn. Í öllum þessu fyrirtækjum sem kynntu sig þarna liggur mikil framtíð og atvinnutækifæri. Margt smátt gerir eitt stórt. Kostur við mörg frekar lítil fyrirtæki er svo líka að það hefur ekki eins skelfilegar afleiðingar ef einhverstaðar gengur illa. En ef hreiðrið sem öll eggin eru geymd í brestur þá er voðinn viss. Þá getur það lagt heil byggðalög í rúst.
Það á tvímælalaust að efla íslensk hugvit og styrkja sprotafyrirtæki. Risaverksmiðjur eru lausnir gærdagsins, við ættum hafa vit á því að byggja ekki fleiri. Það er hægt að skapa mörg störf í kringum ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu, uppgræðslu og skógrækt og þróun á að nýta verðmætin betur. Framtíðin er alls ekki dökk.
Athugasemdir
Ég tel að alla möguleika þurfi að skoða vel og vandlega en þessi ráðstefna hefur vafalaust verið áhugaverð því þessar hugmyndir hljóma vel.
Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.