28.4.2009 | 15:08
Hver verður umhverfisráðherra?
Það dró svolítið úr gleðinni hjá mér eftir kosningunum að Kolbrún Halldórsdóttir féll út af þinginu. Hún var fyrsti alvöru umhverfisráðherra sem hefur setið í þessu embætti. Þórunn var að vísu einnig ágæt en missti algjörlega kjarkinn á móti peningaröflunum.
Kolbrún sinnti umhverfismálunum af miklum eldmóð jafnvel að hún vissi að sumt gerði hana óvinsæla. Umhverfismálin ná ekki ennþá upp á pallborðið hjá mörgum Íslendingum, því miður. Kolbrún var hrein og bein og lét sínar skoðana í ljós án þess að fara í feluleik, jafnvel rétt fyrir kosningarnar. Hún lék ekki þann leik að svara út og suður þegar óvinsæl mál komu til umræðu.
Nú er spurning hver tekur við umhverfisráðuneytið? Ég sé engan beinlínis tilvalinn til þess. Í Samfylkingunni komu "grænu" frambjóðendur ekki heldur vel út. Vonandi verður umhverfisráðuneytið ekki aftur eins konar útibú frá iðnaðarráðuneytinu.
Athugasemdir
Það hafa komið upp hugmyndir um að Kolla fái áfram að stýra umhverfisráðuneytinu þó hún hafi ekki verið kosin til þings. Mér finnst það ekki galin hugmynd en því miður þá fékk hún ansi margar útstrikanir. En í ljósi þess að Þórunn Sveinbjarnar hafi líka fengið margar útstrikanir þá er spurning hvort Kolla og Þórunn séu ekki báðar hataðar af náttúru- og umhverfishrottum sem allt of mikið er til af í þessu landi. Það er því ábyrðarlaust að taka fullt tillit til útstrikananna.
Umhverfisverndarsinnar geta því enn vonast til að Kolla stýri Umhverfisráðuneytinu á komandi misserum.
Magnús Bergsson, 2.5.2009 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.