29.4.2009 | 12:55
Fjölmennasta íþróttamót öldunga
Í dag legg ég í hann austur. Blakmótið öldunga verður um þessa helgi á Seyðisfirði og Egilstöðum. Þetta er fjölmennasta mót fullorðinna hér á landi, enda er blakíþróttin eina af þeim íþróttagreinum sem er hægt að stunda langt fram eftir aldri. Við eigum von á fjórum fjörugum dögum með keppni, glens og gaman. Afturelding úr Mosfellsbænum sem hélt upp á 100 ára afmæli fyrir stuttu mætir með 5 lið á mótið, geri aðrir betra.
Athugasemdir
Félagsstarfi sem þessu ber að fagna.
Gangi þér vel.
Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.