Hjólað í vinnuna, íþróttir eða ekki?

Á morgun mun einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi byrja og standa yfir í 3 vikur. Þúsundir manna munu hreyfa sig daglega og hjóla eða ganga í vinnu. En ég er viss að ekkert um þetta mun rata í íþróttafréttir. Alveg eins og stóra öldunga- blakmótið sem átti sér stað um síðasta helgi. Þar kepptu um 1000 manns 30 ára og upp úr í 3 daga.

Skrýtið að íþróttadálkarnir fyllist dag eftir dag af einhverjum fréttum um bolta- atvinnumenn og kaup og sölu þeirra. Einnig er vinsælt að skrifa um alls konar hneykslismál. Ég sakna þess að lesa um íþróttir barna og unglinga, um götuhlaupin sem fara fram allt árið. Ég vildi einnig lesa stundum um íþróttir þeirra sem eru komnir á efri árin. En ennþá virðist ekkert vera merkilegt nema talsverðar peningar eru með í spilinu.

Hvað eru íþróttir og hvað ekki? "Hjólað í vinnuna" mun fá umfjöllun í fjölmiðlunum, en því miður ekki í íþróttafréttunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband