13.5.2009 | 12:41
Til hvers er strætó?
Um síðasta helgi tók ég strætó upp i Borgarnes. Ferðin tók 45 mínútur og var hin þægilegasta. En mér fannst verðið allt of hátt. Að borga 1000 krónur fyrir eina ferð er auðvitað alveg út úr kortinu. Á meðan maður kemst ódýrara á bíl þó að það er að ferðast einn og borgað í göngunni þá er strætó ekki samkeppnishæft. Nú á að leggja niður strætóleiðina í Borgarfjörð enda engin að nota hana.
Almenningssamgöngurnar eiga að vera raunhæfur kostur, þé. að fólkið græðir á því að sleppa bílinn. Strætisvagnar eiga ekki að fókusa á að það sé hagnaður í rekstri, heldur að sem flestir taka þann ferðamáta. Það er nefnilega hagkvæmt fyrir þjóðina að sem fæstir bílar séu á götunni. Hugsum bara um allar viðgerðir, aukna gatnaframkvæmdir, bílastæði, að það sé nú ekki talað um mengun og heilbrigðisvandamál.
Athugasemdir
Hvernig ætli fargjaldið sé til Akraness? Ég stóð í þeirri trú að sama verð væri á öllum ferðum.
Eygló, 13.5.2009 kl. 14:14
Fargjaldið til Akraness eru 3 miðar, þ.e. 750 krónur.
Úrsúla Jünemann, 13.5.2009 kl. 14:31
Já, það hlaut að vera.
Annars á ég miða í göngin, sem kostuðu 600 kr ferðin, þannig að samt sem áður borgaði sig að taka strætó - í mörgum tilvikum allavega. Auðvitað gæti maður nauðsynlega þurft að nota bíl þegar "uppeftir" væri komið og þá er þetta ekki ódýrt.
Eygló, 13.5.2009 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.