19.5.2009 | 14:41
Nauthólsvík - algjör sæla
Í gær freistaðist ég til þess að fara í Nauthólsvíkinni eftir vinnu, að dýfa mér aðeins í sjóinn í góðu veðri. Þvílíkur fjöldi sem var þarna samankomin til að baða sig í sól og sjó, að leika sér og njóta þess að vera til. Það er varla hægt að hugsa sér betra stað fyrir barnafólk að vera - og það að kostnaðarlausu. Þarna hefur stór hópur fólks stundað sjósund allan veturinn sér til heilsubótar, en nú tekur sumarstarfið við. Ég held að þessi staður ber alveg af hvað snertir framkvæmdir í borginni síðustu aratugi.
Eftir sjósundið sat ég svo föst í bílaröð sem náði alveg niður að bílastæðinu í víkinni. Hjólreiðarmenn tóku glaðir fram hjá og gáfu okkur hinum langt nef. Og ég lofaði því að fara aldrei öðruvísi en á hjóli í Nauthólsvík í góðu veðri héðan af.
Athugasemdir
Nauthólsvík í góðu veðri - helst með börn - Eitt orð: YNDISLEGT.
Svo kaupi ég mér stundum kaffi á 100kall til að drekka á meðan pottormarnir skvampa í volgu lauginni.
Reyndar er líka oft gaman þótt það það sé skýjað, já rok, já kannski rigning. Helst ekki rok OG rigning.
Ég hef notið þessa staðar í yfir 50 ár en auðvitað varð þetta ekki svona flott fyrr en fyrir nokkrum árum.
Eygló, 20.5.2009 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.