26.5.2009 | 14:27
Að stytta skólatímann
Auðvitað þarf að spara, því miður verður ekki komist hjá því að skera einnig rækilega niður í skólarekstrinum. Nú á að taka tilbaka það sem var "áunnið" eftir 6 vikna kennaraverkfall: Þá fengu kennarar kauphækkun fyrir það að starfa lengur á sumrinu. Skólaárið var lengt um 10 daga. Það var mjög í þágu foreldra yngri barna sem spöruðu sér pössun í 10 daga. En það gaf einnig svigrúm í skólastarfinu til að fara með nemendur í öðruvísi kennslu: Útivera, vettvangsferðir og leikir komu þar sterkt inn.
Nú á að stytta skólaárið aftur gegn því að lækka kaup kennara. Ég hef svosem ekkert á móti því að fá lengra sumarfríið aftur. En umræðan um þetta er ekki alveg á réttu plani. Heyrst hefur að lenging skólatímans hafi ekki skilað sér, börnin hefðu ekki lært meira. En ég er fullviss um að mörg börn læra aldrei meira en þegar þau fara í útinám og vettvangsferðir. Þar læra þau bara öðruvísi. Og við styrkjum marga þætti í slíku námi. Þar sem uppeldishlutverkið kennara vegur sífellt þyngra í skólastarfinu er mikilvægt að börnin læra að vera saman, leika saman, vera hjálpsöm og tillitsöm, kanna sitt nánasta umhverfi, bera virðingu fyrir náttúruna og stunda holla útiveru, helst allan ársins hring.
Ég vona svo sannarlega að niðurskurður í skólastarfinu mun ekki byrja á þeim þáttum sem eru skemmtileg og mannbætandi fyrir stóran hóp skólabarna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.