28.5.2009 | 11:51
Hvað vill alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hér?
Í gær, miðvikudagur 28.5. kom mjög athyglisverð þýsk mynd í sjónvarpinu, því miður allt of seint, kl. 22.30. Ég efast um að margir sáu hana. En þar var dregið upp mjög dökka mynd af starfsemi og tilgang þess að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn skipti sig af og lána peninga til ríkja í vanda. Þar voru einnig mjög sláandi dæmi um neikvæðar afleiðingar einkavæðingar. Ég held að Íslendingar ættu að fara mjög varlega í samskiptum við þennan sjóð. Þetta eru ekki "góðir gæjarnir" sem bjarga okkur úr kreppunni.
Ég vildi óska þess að myndin yrði endursýnd á góðum tíma og sem flestir myndu sjá hana.
Athugasemdir
Hún verður endursýnd!!!
skal láta þig vita ef ég finn dag og tíma á undan þér
Eygló, 28.5.2009 kl. 22:38
Þú ert sennilega löngu búin að finna þetta út, - en myndin verður endursýnd 7. júní kl. 14:25
Eygló, 29.5.2009 kl. 02:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.