10.6.2009 | 10:44
Að hlúa að litlu fyrirtækjunum
Loksins, loksins! Málþing Viðskiptaráðsins komst að því að lítil og meðalstór fyrirtæki skipti mestu máli fyrir fólkið í landi. Það eru þau sem skapa flest störfin. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs viðurkennir að rekstrarumhverfi litilla fyrirtækja sé ekki nógu gott þegar nú lokins birtist skýrslan sem unnið var að frá því í fyrra. Í dag má lesa um þetta í Fréttablaðinu.
Þeir sem hlaupa ennþá á eftir stórum verksmiðjum sem eiga að bjarga þjóðinni ættu virkilega að stiga varlega til jarðar og kynna sér málin betur. Það er ekki til ein stór töfralausn. Íslendingar þurfa að vinna á mörgum vígvöllum. Kannski er það jafnvel arðbær að týna fjallagrös?
Athugasemdir
Sammála. Ertu með krækju í skýrsluna ?
Morten Lange, 23.6.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.