20.8.2009 | 22:00
Aftur į heimaslóšum
Žetta var langt og dįsamlegt frķ. Eftir aš mašur var bśinn aš vinna meira eša minna öll sumarfrķin ķ feršamennskunni, spara og leggja til hlišar fyrir efri įrin žį var žaš nśna žannig aš ég nennti ekki lengur aš spara. Fólkinu eins og mér hefur veriš illilega refsaš fyrir aš vera reglusamt, sparsamt og nęgjusamt žegar ósköpin dundu yfir sķšastlišiš haust. Ég tapaši flest allt sem ég var bśin aš leggja fyrir. En žaš sem var eftir eyddum viš nśna ķ langt feršalag um Žżskaland. Og žaš var gott. Aldrei hafši ég komiš til žeirra svęša sem voru einu sinni austur- žżsk. Žaš var mjög sérkennilegt aš fara um žessar slóšir sem voru rammlęstar į mešan ég bjó ennžį ķ Žżskalandi fyrir tępum 30 įrum. Ég hef aldrei fyrr fundiš eins mikiš fyrir žvķ aš vera af žżskum uppruna eins og ķ žessu feršalagi.
Skrżtin tilfinning aš koma heim til Ķslands. Ennžį allt ķ óvissu eftir 4 vikur, ekkert viršist hafa gerst į mešan. Jś, nokkrir menn sem įttu stóran žįtt ķ hruninu komu fram meš hroka og kenndu allt öšru um hvernig fór. Nöfn eins og Finnur Ingólfsson voru loksins nefndir ķ fjölmišlunum. Lengi hafši ég saknaš žaš nafn mešal žeirra sem voru meš miklum umsvifum ķ "góšęrinu".
Žaš sem mér finnst best į aš vera komin heim er svala loftiš, vindurinn, laugarnar og góša vatniš. Viš gerum okkur ennžį ekki grein fyrir hvaš viš erum rķkir.
Athugasemdir
Ég hef aldrei eytt eins miklu og eftir falliš. Alltaf sparaš og fariš mjög vel meš og ekki veitt mér mikiš.
Nśna hugsa ég bara, best aš eyša žessu įšur en žeir stela meiru frį mér. Eins og žś segir OKKUR VAR HEGNT FYRIR RĮŠDEILDINA.
Eygló, 22.8.2009 kl. 01:56
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.