26.9.2009 | 16:40
Hugsað til komandi kynslóðar
Mér létti satt að segja að ríkisstjórnin framlengdi ekki viljayfirlýsingu vegna álvers á Bakka. Við megum bara ekki ráðstafa mest alla orku sem við getum aflað til fárra stórra aðila. Við megum ekki skilja komandi kynslóðir eftir með land þar sem er búið að framselja allar auðlindir, virkja allt sem hægt er að virkja og eyðileggja það sem dregur fjölda ferðamanna hingað: náttúruna!
Það er gott og hollt að staldra við núna og hugsa um stefnuna sem við erum að taka. Uppbygging smærra fyrirtækja mun henta okkur mun betra, mun skapa til lengdar miklu fjölbreyttara og öruggara atvinnulíf en að treysta á eitt risaálver sem gleypir alla orkuna á svæðinu og gerir okkur algjörlega háð þessu fyrirtæki. Hvernig er nú reynsla bara af álverinu á Austurlandi? það var gríðarleg uppsveifla í örfá ár, atvinna fyrir mörg hundruð manns (sem að vísu fáir Íslendingar stunduðu), en þenslan sem fylgdu því hafði mjög neikvætt áhrif á efnahagsástand hér. Óhófleg bjartsýni, bruðl og siðleysi reið okkar litla land þangað til loftbólan sprakk.
Ekki vil ég sjá að tekið verða einhverja ákvarðarnir í flýti sem bjarga kannski ástandið í örfá ár en skilja eftir vandamál handa komandi kynslóðir. Við eigum flest allir börn og barnabörn sem okkur þykir væntum, er það ekki?
Viljayfirlýsing ekki framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Úrsúla
Veist þú eitthvað - sem við vitum ekki?
Ert þú að draga þá ályktun að álver á svæði sem hefur verið í kreppu í tugi ára beri ábyrgð á hruninu?
Getur ekki alveg eins verið að bjartsýnishjal um ferðamennsku - sem eigi öllu að redda - hafi verið hjóm eitt og bull?
Kynntu þér málin án þes að lepja upp öfga VG vina þinna. Þú hefur gert marga góða hluti án þess að hlusta á úrtöluraddir svörtu náttúruverndarinnar. Eða vilt þú bara hafa þessa "náttúru" fyrir þig?
Sigurjón Benediktsson, 26.9.2009 kl. 17:46
Sæll, þú getur ekki neitað því að ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein sem vex frá ári til árs. Það eru skyrslur til um þetta og þú skalt nú bara kynna þér þetta. Og álverið á Austurlandi hefur ekki nærri því haft það jákvæða áhrif á svæðið sem menn vonuðust til. Aðrir atvinnuvegir þurftu að liða fyrir að þetta risafyrirtæki sogaði tímabundið allt vinnuaflið til sín.
Úrsúla Jünemann, 26.9.2009 kl. 18:19
Hjartanlega sammála Úrsúla
Lúðvík Júlíusson, 27.9.2009 kl. 00:11
Sæl Úrsúla
Ég er sjálfur í ferðaþjónusturekstri svo ég veit allt um þessa blekkingu . Aukinn straumur ferðamanna var boðaður vegna þess að GENGIÐ VÆRI SVO HAGSTÆTT (SJS og ÖSSUR) -- þá er rétt að spyrja : Fyrir hverja ?
Eða er verið að boða að genginu verði haldið óbreyttu til að gleðja ferðamenn?? Svo varð engin fjölgun ferðamanna þrátt fyrir gjafagengi á krónunni til þeirra - og ferðaþjónustan skuldar mestalla uppbygginguna í erlendum gjaldeyri og er þess vegna á heljarþröm og bjargar engu.
Fólksflóttinn hefur stöðvast á Austurlandi. Þar fær fólk vinnu. Útflutningurinn skilar okkur gjaldeyri. Rafmagnið er greitt í gjaldeyri. Hvaða aðrir atvinnuvegir liðu fyrir stórkostlega atvinnuuuppbyggingu?
Er það "eitthvað annað " atvinnugreinin!
Sigurjón Benediktsson, 27.9.2009 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.