13.10.2009 | 13:06
Áfram Svandís!
Lengi hefur verið skort í íslensku pólitíkinni af mönnum og konum sem þora að standa upp í hári á of framkvæmdaglöðum athafnamönnum. Sorglegt dæmi er bröltið í kringum álverið í Helguvík. Framkvæmdir hófust þrátt fyrir að margt var í óvissu. Átti þetta að verða lítið og nett álver sem gleypti ekki meira orku en var hægt að afla með góðu móti? Auðvitað var planað strax risaálver eins og á Reyðarfirði, landsmenn voru bara aðeins róaðir niður og plataðir smávegis: Þetta verður bara lítið álver og öll orkan sem þarf er til staðar. Og framkvæmdaglaðir menn æddu af stað. "Þetta reddast" hugsjón varð uppi og bjartsýni meira en æskilegt var. Svona vinnubrögð eru vægast sagt óheiðarleg og fara í kringum staðreyndir sem alþýðan má ekki frétta mikið af. Því miður eru framkvæmdir í Helguvík byrjaðar og hafa þegar kostað mikið. Og hvert starf sem þarna verður til mun kosta einnig mjög mikið.
Orkuveitan er í miklum vanda að fá lán fyrir frekari virkjunarframkvæmdir. Það er nú kannski ekki skrítið að menn halda að sér höndum með að lána okkur meira. Og kannski er æskilegt að Ísland steypir sig ekki í hærri skuldir eins og staðan er. Við veltum ekki vandamálin endalaust á undan okkur með fleiri lántökum.
Ég fagna því að umhverfisráðherra okkar hefur bein í nefi og tekur aðeins í bremsurnar. Umhverfismatið skal vera sameiginlegt fyrri verksmiðjuna og raflínur sem tengjast þessu. Þetta tilheyrir sömu framkvæmd og er þess vegna ósköp eðlilegt. Fyrri þetta fær hún mjög ómakleg gagnrýni frá þeim sem hugsa skammt og sjá ekkert annað en stóriðju til að bjarga þjóðinni. En handan við hornið eru möguleikar sem eru margfald verðmætara. Tökum bara dæmi um að rafvæða stóran part af bílunum og skipaflotann. Einnig mætti búa til betra rekstrarumhverfið fyrir garðyrkjubændur, þeir skapa mikið verðmæti og talsvert af störfum. Við megum bara ekki festa alla orku í stóriðju og setja öll egg í sömu körfu.
Árni Sigfússon í Reykjanesbæ var mjög taugaóstyrk í gær í fréttunum. Hann veit líklega að hann er búinn að baka sínu bæjarfélagi stórvandræði með því að veðja á vitlausan hest. Og ekki er greinin hans sem var birt í Morgunblaðinu í gær mjög málefnaleg. Spurningin er hver er að stunda nornaveiðar.
Í Fréttablaðinu í dag er birt grein þar sem fullyrt er að meira en nóg af orku er til fyrir Helguvik. Skoðum þetta nánar: Inn í þessum tölum eru virkjarnir sem eru mjög umdeild og munu vonandi aldrei risa vegna gríðarlegra umhverfisspjalla á stórkostlegum svæðum: Bitra og Neðri þjórsá. Og á teikniborðinu er meira: Eldvörp, Gráhnjúkar, Krýsuvík og Norðlingaalda! Hvað ætla menn að ganga langt? Svona fréttaflutning er mjög villandi enda er stólað mikið á að fólk rennir bara yfir það feitletraða og les ekki alla greinina.
Ég vona að Svandís Svavarsdóttir verður sem lengst í stól umhverfisráðherra og heldur áfram að taka ákvarðarnir í þágu umhverfisverndar og heilbrigðrar þróunar í íslensku samfélaginu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.