Áfram, garðyrkjubændur!

Mig langa að senda garðyrkjubændunum baráttukveðjur. Þeir ætla að mótmæla í dag hækkuðum álögunum á þeirra starfsemi. Á nú að drepa þessa atvinnugrein endanlega, sem er þó mjög atvinnuskapandi hér á landi. Garðyrkjan skapar verðmæti. Íslenskt grænmeti er í háum gæðaflokki, og mig hryllir við tilhugsunina að þurfa að kaupa nýmeti sem er flutt að langar leiðir. Mér er með öllu óskiljanalegt að stóriðjufyrirtækin fá að starfa hér undir vildakjörum hvað rafmagnsverðið snertir en "græna stóriðja" á að borga 30 % meira fyrir orkuna. Þetta gengur ekki upp.

Hvar er hugmyndin um sjálfbærni? Hvar er atvinnusköpun? Hvar er nýja Ísland?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband