Hvað varð um Sigmund Davíð og Höskuld?

Eftir að tveir vaskir menn lögðu af stað til Noregs til þess að bjarga Ísland hefur ekkert til þeirra spurst. þarna átti að vera í boði stórt lán sem ríkisstjórnin hafði ekki getu til að ná í. Eða hvað? Þvílík storm í vatnsglasi! Verst þykir mér að hetjurnar þessar hafa ekki einu sinni sýnt smá heiðurstilfinningu til að biðjast afsökunar. Biðjast okkur landsmenn afsökunar á slíkum töktum sem vöktu falskar vonir. Og svo mætti biðja forsætisráðherra afsökunar fyrir að ásaka hana að sinna ekki þjóðarhag eins og skyldi. Menn eiga ekki að læðast með veggjum þegar þeim varð á í messunni og vonast að allt fellur í gleymsku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Ef því sem ég heyrði í fréttum þá hafði Jóhanna samband út og slökkti  á þessu í eitt skipti fyrir öll. Enda má engin gera neitt nema fá samþykki hjá henni fyrst.

Anna Guðný , 5.11.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Eygló

Ætli þeim þyki ekki pínulítið skammarlegt að hafa "misskilið" málin svona hrapallega?

Eygló, 6.11.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband