Ómálefnalegur flutningur sjálfstæðisflokksins

Nú eru stjórnarandstæðingar að væla og þykjast hafa töfralausnir tilbúnar. þeir í sjálfstæðisflokknum vilja ekki sjá þrepahækkun á tekjuskatti. Þeir vilja frekar eins og þeim einum er lagið velta vandann áfram á komandi kynslóðir. Að vilja innheimta skatt af inngreiðslum lífeyrispeningana, hvað þýðir þetta í raun? Seinna meir þegar gamla fólkið fær lífeyrisgreiðslurnar sínar þá fær ríkissjóðurinn ekkert. Tekjur ríkisins verða þá semsagt minna og þetta tap þurfa börnin og barnabörnin okkar  þá að jafna með einhverjum hætti.

 Hvað er svona slæmt við að hækka skatta þeirra sem hafa góðar tekjur? Ég hef aldrei látið mig dreyma að fá 500.000  kr. á mánuði, ekki einu sinni 400.000 , þrátt fyrir mikla yfirvinnu. Mér skilst að þessir aumingjar sem vinna fyrir minna en 300.000 á mánuði munu fara betur út úr nýju skattakerfinu en áður. Þetta finnst sjálfsstökuflokknum sem hefur alltaf verið málsvari efnafólksins auðvitað afleitt.

Stjórnmálaflokkur sem hefur ýtt undir þróunin sem olli hrunið ætti ekki að hafa hátt um aðgerðirnar sem ríkisstjórnin núna leggur til. Það eru bara engar góðar kostir til, bara mis-slæmar. Má ekki leggja aðeins þyngra bagga á þá sem eru færir um að þola þetta í staðinn fyrir að ráðast endalaust á garðinn þar sem hann er lægstur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband