Margir eineygðir

Á leiðinni minni í morgun frá Mosfellsbænum til Hvanneyrar mætti ég ótrúlega marga bíla með biluð ljós, sumir alveg eineygðir svo maður vissi ekki hvort það kom á móti manni mótorhjól eða bíll. Og svo er þetta eina ljós miklu skærari og blindir manninn óþægilega. í mínu gamla heimalandi er mjög strangt eftirlit með svona enda snertir þetta umferðaöryggið. Ef lögreglan stoppar þig með biluð ljós í Þýskalandi (og hún gerir það pottþétt) þá fær þú plagg sem segir á hvaða tímabil þú þarft að vera búinn að laga þetta. Og að vera gripinn aftur eftir þennan tíma verður ansi dýrt.

En lögreglan hjá okkur hefur sennilega ekki tíma að fást við slíkan tittlingaskít. Þar er alltaf að skera niður mannskapinn þó að verkefnin verða meira og stærra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Já, Úrsúla, á Íslandi skiptir lögreglan sér ekki af neinu nema svokölluðum „hraðakstri“ sem er skilgreindur sem akstur yfir leyfðum hámarkshraða á hverjum stað.

Sem, eins og þú þekkir ef þú ekur að staðaldri út um land, svo sem milli Mosfellsbæjar og Hvanneyrar, er aukaatriði þegar þéttleiki umferðar er kannski ekki nema 5 bílar á kílómeter eða minna og aðstæður veðurs og vegar góðar.

Einn vetur meðan ég ók enn til vinnu til Reykjavíkur úr Mosfellsbæ mætti ég á hverjum morgni að kalla bíl sem vinstra framhornið vantaði á, og þar með allan ljósabúnað þeim megin. Ég benti lögreglunni á þetta oftar en einu sinni og tilgreindi skráningarnúmer bílsins, en það var komið fram yfir vorjafndægur þegar ég loks hætti að mæta honum. Hvort það var fyrir tilstilli lögreglunnar veit ég ekki, eða hvort afgangurinn af bílnum varð ónýtur um þetta leyti.

Sigurður Hreiðar, 16.11.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband