29.11.2009 | 20:26
Jólajóla
Yfirleitt leiðist mér allt jólastússið og sérlega allar auglýsingar sem við þurfum að láta yfir okkur ganga. Hugsa ykkur alla vinnu og allt hráefni sem fer til spillis þegar framleiddar eru auglýsingarbæklingar sem koma svo inn um bréfalúgurnar. Ekki er spurt hvort við viljum fá þetta. Miðinn á bréfalúgunni hjá mér hefur aldrei verið virtur. Ég set þetta auglýsingardrasl beint í endurvinnslu án þess að lita við. Bara prinsipp!
Hvað kaupir fólkið í jólagjafir? Handa fólkinu sem á allt? Vandræði og aftur vandræði. Á mínu heimili höfum við fyrir löngu ákveðið að hætta þessu gjafarugli. Jólin eru notalegir dagar þar sem við njótum þess að vera saman. Og það er nóg.
Í dag komst ég samt í smá jólaskap. Fór á tónleikar hjá lúðrasveit Svanur í Reykjavík. Fjölbreitt og skemmtileg dagskrá og miður hve fáir nutu þess að hlusta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.