3.12.2009 | 09:31
Bravó, Fjölsmiðja!
Bravó, Fjölsmiðja!
Þorbjörn Jensson og Fjölsmiðjan fengu viðurkenningu um daginn.
Loksins, langa mig að segja. Þarna fer fram frábær og óeigingjörn starfsemi sem hugar að ungmennum sem eiga erfitt og hafa ekki fundið sína leið á lífsferlinum sínum. Það virðist þó vera til nokkur stór hópur unglinga í þjóðfélaginu sem hefur ekki þrífist í venjulegum grunnskólum, hefur orðið fráhverf náminu og ekki fundið sig í reglubundinni vinnu. Úrræði fyrir þessa ungmenna er oft af skornum skammti og gripið verður allt of seint inn. Þá er svo oft komið í algjört óefni og erfitt að snúa þessa einstaklinga aftur á rétta braut.
Í fjölsmiðjunni fær ungt fólk tækifæri að læra ýmist: Að hafa reglu á hlutunum, vinna vinnuna sína, umgangast fólk og vinna á sínum vandamálum. Svo virðist að þarna finna þeir einnig að einhverjum er ekki sama um þá.
Frábær staður og frábært starf sem byrja á réttum enda á vandanum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.