4.12.2009 | 10:29
Hver myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn?
Við eigum sennilega ekkert betra skilið hér á Íslandi! Hvaðan í ósköpunum fær aðal- hrunflokkurinn allt þetta fylgi? Sjá menn ekki hvað liggur bak við allt þetta gjamm þeirra manna á Alþingi? Þeir vilja tefja afgreiðslu mikilvægra mála endalaust til að geta ásakað ríkisstjórnina fyrir að gera ekki neitt. Þeir treysta á það að afla sér vinsældar með því að "vera á móti Icesave - samning " og "vera á móti skattahækkun" . Hvaða valkostir höfum við í raun og veru í okkar stöðu? Og hver kom okkur í þessa vonda stöðu? Og menn hvaða flokka skyldu vera skíthræddir við rannsókn hrunsins? Komist þessir menn aftur til valda þá þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Athugasemdir
Brunavargar hugsa sjaldan um afleiðingar verka sinna.
Völdin eru alfa og omega þessara vandræðamanna í íslensku samfélagi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2009 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.