9.12.2009 | 09:18
Að ganga í takt við flokkkinn
Það gerðist í gær á þingi að Ögmundur fékk klapp frá stjórnaandstæðingum. Hann fékk klapp fyrir að greiða ekki atkvæði með Icesave- málinu. Nú kunna þeir sem tilheyra hrunflokkunum sér ekki fyrir kæti og klína allt sem hægt er á Þingflokkinn Vinstrigræna. Heyrst hefur t. d. að Guðfríður Lilja hefur verið sent heim í tæka tíð svo hún fengi ekki tækifæri að greiða atkvæði á móti. Hvað meina menn með þessu? Á hún að eignast barnið sitt í þingsalnum?
Eru þingmenn Vinstrigræna stjórnlaus her? Sundurtættur flokkur? Ég met þennan flokk einmitt fyrir það að menn ganga ekki endilega allir í takt, að menn þora að greiða atkvæði í samræmi við sína sannfæringu. Þetta er einmitt rétt skref í áttina að lýðræðinu. Svona hefur aldrei tíðgast í Sjálfstæðisflokknum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.