18.2.2014 | 21:57
Er gott að borða hvalkjöt?
Í Færeyjum eru áberandi margir sem þjást af parkinsonsveiki. Þetta var rannsakað og þar kom í ljós að flestir þeir sem fengu þennan sjúkdóm höfðu neytt mikið af grindhvalakjöti. Nú eru hvalir mjög ofarlega í fæðukeðjunni og óæskileg mengandi efni eins og kvikasilfur safnast upp í þeirra líkamsvefjum. Þannig að þarna er mjög líklegt beint samband milli þess að hvalakjötsneytendur í Færeyjum verða fyrir óbeinni eitrun. Þetta hefur í kjölfar með sér að ákveðnar sjúkdómar koma oftar til með að skjóta upp kollinum.
Eigum við hér á landi að borða þannig kjöt? Og eigum við að reyna að selja öðrum þjóðum þannig kjöt? Ég bara spyr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2014 | 18:15
Stormur í vatnsglasi?
Eðlilegt þætti mér að óánægt foreldri hafi fyrst samband við viðeigandi kennara og ræði málin áður en þetta fer í fjölmiðlana. Það ætti að biðja kennarann afsökunar af þessu upphlaupi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2014 | 17:14
Illugi í regnbogalitum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2014 | 11:34
Forsetinn okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2014 | 17:14
Framskólakennarar
Framskólakennarar eiga rétt á því að vera búnir að fá nóg. Laun þeirra er í engu samræmi við menntun og vinnuálag í starfi. Fróðleg eru viðbrögð menntamálaráðherrans. Ekki orð um sanngjörn hækkun kaupsins. Oh, nei, það á að "breyta kerfið" og stytta námið í framhaldsskólunum, spara einhverjar krónur með því sem - kannski - koma kennurunum einhvertíma til góða. Af því að í útlöndum ná nemendur að hespa þetta af á 3 árum. En aðstæðurnar hér eru bara ekki eins: Hér fjármagna margir framhaldsskólanemar sitt nám með sumarvinnu. Á sumrin vantar líka mikið af starfsfólki í ferðamannaþjónustu og tekst þetta vel í hendur. Unga fólkið kynnist í leiðinni atvinnulífinu og er það gott.
Illugi ætti að hugsa málin til enda í staðinn fyrir að varpa fram einhverjum hugmyndum um reddingar sem eru engum til góðs.
Ég óska ráðherranum góða skemmtun á ólympíuleikjunum. Vonandi fær hann tækifæri að mótmæla mannréttindabrotunum í Rússlandi hvernig svo sem þetta kunni að verða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2014 | 17:23
Hvenær eru vísindamenn pólitískir?
Vatnalíffræðingur Gísli Már var með áhugaverðan fyrirlestur á mánudaginn s.l. á vegum Hið Íslenska Náttúfræðifélags. Varla er hægt að fá færara mann til að segja frá sögu þjórsárvers og áratuga langa baráttu fyrir verndun þessa svæðis sem á sér fáa líka bæði hér á landi og í heiminum.
Margir viðurkenndir vísindamenn á náttúrusviði hér á landi hafa lagt mat á verðmæti Þjórsárvers. Niðurstaðan hefur verið að það ber að vernda þetta svæði fyrir frekari ágang manna með virkjun í huga. Nú þegar er búið að krukka ótæpilega í svæðið austan Þjórsár (Kvíslaveita).
Svonefndur umhverfisráðherra ætla samt að gefa Landsvirkjun tækifæri að færa sig frekar á skaft með að ráðast í Norðlingaöldulón. Athugasemdir um að fræðimenn eiga ekki að vera "pólitískir" eru auðvitað furðulegar. Eru fræðimenn einungis "pólitískir" þegar þeir tala ekki mál ráðherrans sem vill halda áfram með virkjunar- og stóriðjubrölti eins og enginn sé morgundagur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2014 | 20:29
Af hverju ekki Ómar Ragnarsson?
9 manns eru ákærðir úr þeim hópi sem stóð fyrir mótmælunum í Gálgahrauni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið í friðsömum mótmælum. Hver stóð fyrir því að síga lögregluna á þá og eru það skilaboð um að það sé bannað að mótmæla í okkar landi sem kennir sig við lýðræði?
Ómar Ragnarsson er einn af þeim sem hefur haft sig sem mest fram í umhverfisvernd. Hann var líka í þessum mótmælum og var handtekinn. Samt var hann ekki ákærður eins og hinir 9. Nú spyr ég: Af hverju ekki hann? Sennilega þorði enginn að gera það af svona vinsælum manni.
Þetta lýsir hve óréttlátt þessi ákæra er. Taka af handahófi 9 manns og ákæra þá. Fyrir hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2014 | 20:48
Afnám verðtryggingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2014 | 20:34
Bindindi og bindi
Allir eru væntanlega sammála um að það á að allir eiga að vera edrú á þingi. En skondið þykir mér að forseti alþingis, Einar Kr. leggur ofuráherslu á að menn eiga að vera með bindi. Hafa menn ekkert þarfara að gera en að agnúast út af svona? Þetta minnir mig á að einn ágætur þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði á sínum tíma alla sína orku í að koma þjóðfána á réttan stað í þingsalnum.
Ég skora á alla þingmenn og konur að snúa sér áð þeim málum sem máli skipta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2014 | 17:25
Búsáhaldabirting, in memoriam
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)