21.5.2007 | 21:08
Atvinnuleysi á Vestfjörðum
þá er komið að því, yfir 100 manns munu missa vinnu á Flateyri. Og ráðamenn þjóðarinnar klóra sig á hausnum og skilja ekkert í því. Þetta kemur þeim alveg í opna skjöldu. Kvótabraskið, þensla í þjóðfélaginu út af stórframkvæmdum á Austurlandi, hátt gengið krónunnar í kjölfarið af því, þeir vilja ekki viðurkenna ennþá að þarna liggja aðalorsökin fyrir vandamál Vestfirðinga.
En, nú kemur bjargvætturinn stóri: Olíuhreinsistöð! Hún mun redda atvinnu handa öllum. Þið á Vestfjörðum þurfa bara að samþykja, þá er ykkur öllum bjargað. Þetta kemur manni kunnugt fyrir sjónina. Gerðist ekki það sama fyrir nokkrum árum fyrir austan? Fyrst voru undirstöðuatvinnuvegina sett í rúst og svo var það léttur leikur að láta fólkið upp til hópa hrópa húrra fyrir Kárahnjúka- brjálæði og risa- álverið.
Það er nú bara ekki þannig að litla landið okkar þolir endalaust stórframkvæmdir sem eyðileggja náttúruna eða bera hættuna með sér að alvarleg umhverfisslys gætu átt sér stað. Bara strand eins af þessum risa olíuflutningsskipum myndi rústa fiskimiðin okkar á stóru svæði með óbætanlegu tjóni.
Við megum ekki vera svona kærulaus, bara af því að stórfyrirtæki úti í heimi bjóða okkur einhverjar töfralausnir. Þeir gera þetta ekki af því af þeim þykir svo vænt um okkur heldur vegna þess að þeir vilja græða á okkur. Það er alveg bókandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2007 | 21:55
Öfugsnúið
Ég get ekki stillt mig um að skrifa dálitið um kosningarúrslitin. Mér er mikil mál!
Byrjum á Framsóknarflokknum. Ekki fór milli mála að þessi flokkur stórtapaði. Á kosningarnóttinni heyrðist í viðtal við forystumönnunum að með þessum dapurlegum úrslitum væri alveg útilokað að flokkurinn færi í ríkisstjórn. Allir voru með grátstaf í kverkunum og ætluðu sem fyrst að fara í naflaskoðun. Jæja, 2 dögum seinna birtist formaðurinn sem var aldrei kosinn á þing, ekki heldur núna, brosandi og kátur. Hann horfir til vinstri og hægri og athugar hver býður betur. Framsókn, stóra tapliðið, er allt í einu kominn í lykilstöðu um stjórnarmyndun og orðinn að sigurvegari. Ef þetta er ekki öfugsnúið mál! Skyldu Jón og Jónína sem þjóðin hafnaði samt vera það siðlaus að setjast í ráðherrastól? Og einnig Sif sem slapp naumlega inn?
Sjálfstæðisflokkurinn vann á, ótrúlegt en satt. Eftir öll hneykslismál sem þessi flokkur er með á herðum sér! En formaðurinn sem þjóðin treystir mest allra formanna flokka hefur alltaf haft einstakt lag á því að láta sig hverfa þegar óþægileg mál báru að garði. Hann vildi þá "ekki tjá sig á þessu stigi málsins".Hins vegar var hann ofurduglegur að brosa sínu breiðasta brosi þegar vel viðraði í pólitíkinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 16:35
Æi, Jónína
Æi, Jónína,
Getur þú ekki viðurkennt mistök? Framsóknarmenn eru oft goðir við sjálfa sig og vinina sína, það vita allir landsmenn. Ef ég má ráðleggja þér þá skalt þú ekki gera of mikið úr þessu máli. Þú tapar á því. Þú veist að þú ert í slæmri varnarstöðu.
![]() |
Umhverfisráðherra ætlar að kæra umfjöllun til siðanefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er ég búin að starfa sem leiðsögumaður á sumrin í mörg ár og margt hefur breyst frá því að ég fór mína fyrstu Íslandsferð. Vegakerfið er orðið talsvert betra og um allt land eru góðir gististaðir. Mörg tilboð eru í gangi um hóp- og áætlunarferðir inn á hálendið og Kjalvegurinn er orðinn fær fólksbílum.
Hvernig mun framtíðarsýn í ferðaþjónustunni verða? Meiri hraði, meiri þægindi, meiri afþreying? Er hugsandi að eftir örfá ár verði boðið upp á "Iceland in 2 days", hringferð með öllu? Þá yrði auðvitað ekin stysta leið í gegnum öll jarðgöng og ferðafólkið gæti á meðan horft á vídeó, kannski um hvaladráp Íslendinga (blóðugt og spennandi) eða stærsta umhverfisslys sögunnar við Kárahnjúka (heimskan selst einnig mjög vel).
En án gríns: Það sem dregur ferðafólkið í flestöllum tilfellum hingað er sérstök náttúrufegurð, ósnortið víðerni, þögla hálendið, óbeislaðar ár og fossar, land sem er ennþá í mótun og síbreytilegt. Við eigum ekki að skemma ævintýri Íslands með hraðbrautum yfir hálendið, ég set jafnvel spurningarmerki við malbikaða vegi á þeim slóðum. Við eigum að segja nei við fleiri háspennulínum þvers og kruss yfir okkar fallega land. Við eigum að vera til fyrirmyndar í náttúruvernd bæði til lands og sjávar. Bara á þann hátt munum við halda í töfra okkar lands sem ferðamannaparadísar.
Og eitt í lokin: Myndir þú, lesandi þessarar greinar, sætta þig við að vera rukkaður fyrir að fara inn á hálendið sem er jú almenningseign? Myndir þú, sem vilt upplifa töfra og kyrrð hálendisins, sætta þig við að aka beinan og breiðan veg og mæta fullt af þungaflutningabílum á hraðferð?
Hvað yrði þá um ævintýrið?
ÚRSÚLA JÜNEMANN,
kennari og leiðsögumaður.
Frá Úrsúlu Jünemann:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)