5.10.2007 | 17:48
Föstudagur að hausti til
Úff! Nú hef ég ekki skrifað bloggfærslu í meira en viku. En ég er kennari og hef svaka mikið að gera. Og þegar ég kem heim eftir vinnu þá er ég alveg óvinnufær með öllu! Kannast þið við þetta ástand?
Í dag var samt góður dagur þrátt fyrir að ég er með kvef og svaf illa. Það er alþjóðadagur kennara og að því tilefni var boðið upp á vöfflur með rjóma í mínum skóla. Það var að vísu ekki utanlandsferð eins og fyrir útvalda einkavina einhvers bankastjóra, en maður gleðst yfir litið.
Svo var ekki mikið ös í Bónus og þar var stutt bið við kassa. Fyrir utan húsinu sat harmónikkuspilari og lék á alls odda. Mér fannst þetta vinarlegt og minnti mig á göngugötuna þar sem ég átti heim í Þýskalandi, þar voru alltaf tónlistamenn að spila og gleðja fólkið. Ég gaf honum nokkrar krónur og við óskuðum hvort annað góða helgi.
Svo hjólaði ég heim með fulla poka af mat. Hugsa ykkur, að ég get keypt nóg af góðum mat á hverjum degi! Ekki þykir það öllum jarðarbúum sjálfsagt.
Heima tók á móti mér margraddaður kór: Starar í tugatali þóttust vera alls konar fugla og hljóðið í þeim var vægast sagt mjög fyndið. Svo kom stór hópur af auðnutittlingum og kroppaði í birkinu rétt hjá. Dásamlega sætir fuglar!
Segið þið nú að föstudagur að hausti til þegar það rignir allan daginn og maður er þreyttur og uppgefinn getur samt ekki verið frábær dagur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2007 | 10:56
Utanvegarakstur
Jæja, þá eru einhverjir töffarar búnir að tæta og trylla á Arnarvatnheiðinni. Ég nánast grét þegar ég las um þetta í blaðinu um daginn. Ég er búin að ganga með erlendum ferðamönnum um Arnarvatnsheiðina sennilega í um 30 ferðir, meðal annars framhjá Krókavatni þar sem nýjustu umhverfisspjöllin áttu sér stað. Hvað kemur mönnunum til að gera svona? Allir vita jú að svona hjólför í blautu landi munu sjást ennþá þegar barnabörnin okkar fara þarna um.
Nú er búið að skrifa mikið um virðingarleysið sem einkennir okkar þjóðfélag. En markaðsöflin ráða miklu. Tökum dæmi um auglýsingar: Í mörgum bílaauglýsingum eru sýndir gljábónaða jeppa sem fara létt yfir óbrúaðar ár. Það vantar oft eitt í þessum auglýsingum: Þar er enginn vegur! Hvaða skilaboð eru þarna á ferð? Keyptu þennan jeppa og þú kemst allt! Þú átt allt landið og þú mátt gera allt sem þig langar. Með þessum jeppa kaupir þú þér algjört frelsi!
Utanvegarakstur er bannaður með lögum. Er það ekki á móti lögum að auglýsa utanvegarakstur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 15:12
Fyrsta reiðhjólið mitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 21:50
Íslenski herinn
Í dag, 27.8. las ég mjög góðan pistil í Fréttablaðinu undir"Stuð milli stríða": Íslenski herinn.
Vil ég þakka Þórgunni Oddsdóttur fyrir þetta þarfa innlegg. Það er virkilega tími kominn til að virða starf björgunarsveitamanna betur. Þetta eru hvunndagshetjur sem setja sjálfan sig ekki á háan stall heldur vinna þetta mikilvæga starf án þess að fá greitt fyrir, eru alltaf tilbúnir þegar kallið kemur.
Þarna mætti leggja til nokkrar milljónir úr ríkiskassanum frekar en að fara í gagnslausa heræfingar.
Styðjum björgunarsveitina - ekki bara með því að kaupa flugeldar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 14:16
Hundakúkur í plasti
Á kvöldgöngunni í gær sá ég einn af þessum plastpokum sem hundafólkið notar til að týna upp á eftir hundunum sínum. Það var góður hnútur á og lá hann á stignum. Er það hreinlegra að geyma hundakúkinn í plasti á miðjum vegi eða án?
Við pökkun hlutina mjög gjarnan inn. Garðúrgangurinn setjum við fyrst í svartan poka og svo keyrum við hann í kerru á safnhaugana. Í búðunum kaupum við margsinnis innpakkaða hluti af því það er svo fallegt og hreinlegt. Og alltaf tökum við nýja plastpoka til að pakka allt aftur inn. Hvert fer allt ruslið? Plast, frauðplastbakkar, pappakassar, gler, dósir. Sumt er endurvinnanlegt ef fólkið nennir að skila því í Sorpu.
Sum framtíðarplön fáum við líka fallega innpakkaða, en oft er ekki allt í pakkanum sem var lofað. Eftir að hafa hlustað á útvarpsviðtal í gær á stöð 2 þá veit ég að Olíuhreinsistöðin á Vestfjörðum er ekki stóriðja, ekki rafmagnsfrek og alls ekki mengandi af því að útblásturinn sem verður til er svo gott og mikilvægt fyrir plönturnar. Þetta er vel sagt og mjög fallega innpakkað.
En er þetta ekki bara hundakúkur í plasti?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2007 | 13:47
Græjusýning
Þetta voru ánægjulegir dagar um Verslunarmannahelgina. Fjölskyldan saman í sumarhúsinu við vatnið. Engar áhyggjur nema hvort kartöflurnar á grillinu myndu brenna og bjórinn myndi duga. Og svo fékk maður ókeypis þvílíka græjusýningu eins og best gerist á sérstökum sýningarsvæðum í útlöndum.
Húsbílar af flottustu og stærstu gerð, þriggja herbergja hjólhýsi, fellihýsi sem voru helminginn breiðara og gljábónaði lúxusjepparnir sem drógu ferlikin. Og svo allar kerrur með fjórhjólunum, torfæruhjólunum, lúxusbátunum.
Svona upp úr hádegi byrjaði svo alvörusýningin: Jeppar og torfæruhjól brunuðu fjörurnar fram og tilbaka. Á vatninu lá við að endurnar með ungunum sínum fengu hjartastopp af áreynslu við að flýja undan tryllitækjunum. Þeir sem ætluðu að stunda stangaveiði voru að vísu með vond spil á hendi en þessir aumingjar gátu nú bara farið snemma á fætur á meðan alvöru útivistarmenn sofa ennþá, þreyttir eftir erfiði við að koma öllum græjum og tækjum á sinn stað. Og fólkið sem ætlar að njóta kyrrðarinnar er nú bara gamaldags og alls ekki á réttri hillu.
Já, við Íslendingar eru ábyggilega flottasta þjóð í heimi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2007 | 15:30
Gullfoss og mótmæli
Í gær gafst mér sem leiðsögumaður tækifæri að vera hjá Gullfossi á eigin vegum með gestum frá Þýskalandi. Þótt maður hefur komið óteljandi oft á þennan stað þá er gaman í hvert skipti. Við byrjuðum á því að ganga meðfram gljúfrinu frá Brattholti. Þetta er mjög skemmtileg leið til að koma á þennan fræga ferðamannastað. Og svo fengum við fossinn sjálfan eins og á bestu póstkortum: Vatnsmikill, í glampandi sólskini með regnboga. Og Sigríður í Brattholti var á sínum stað og horfði alvarlega á svip eins og alltaf frá minnismerkinu á bílaplaninu. Ég settist niður og naut þessara fegurðar smástund og varð hugsi. Sigríður í Brattholti er þjóðhetja því hún bjargaði Gullfossinn. Hún var sennilega fyrsta konan sem kom fram sem náttúruverndasinni og mótmælandi. Hvað myndi hún segja um stóriðjubröltið okkar í dag, um eyðileggingu náttúrunnar fyrir skjótfengna peninga?
Væri hún í mótmælandahópnum sem Íslendingum stendur styggur af? Sætti hún einnig hörku af lögreglunni, væri hún dæmt fyrir lögbrot, væri talað illa um hana í fjölmiðlunum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2007 | 10:06
Hættulegir mótmælendur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 10:38
Peningalýðræði
Lýðræðið hér á landi ætlar ekki alveg að virka. Stutt er síðan íbúum í Hafnarfirði var boðið að kjósa um hvort þeir vilja stærra álver beint við bæjardyrnar. Því var hafnað. Nú er spáð hvort það má nú samt stækka þessa eiturspúandi verksmiðju á landfyllingu. Á þetta að vera ljótur brandari? Mér vísvitandi var ekki kosið um einhver skipulagsmál í sambandi við álverið í Straumsvík heldur hvort það á að leyfa stækkun eða ei.
E n svona er þetta. Þegar stórfyrirtæki lofa gull og græna skóga og vinka peningaseðla framan í athafnarmenn þá er öllum lýðræðislegum ákvörðunum sparkað út í hafsaugað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 17:37
Hjólreiðar, hvers vegna ekki?
Hjólreiðar
Margt í daglegu lífi gerum við vegna þess að við erum vön að gera þetta svona, höfum alltaf gert þetta svona og nennum ekki að prufa eitthvað nýtt.
Gott dæmi er hvaða samgöngumátann við kjósum daglega.
Ég átti lengi vel engan bíl og ferðaðist á reiðhjól eða í strætó.
Ég hjóla enn á alla staði í 15 km radíus og jafnvel meira þó að það er bíl á mínu heimili núna.
Það er ekki langt síðan reiðhjól voru sjaldséð í umferðinni. Þau voru næstum einungis notuð hjá krökkunum til að leika sér með.
Svo komu ný og betri reiðhjól á markaðinn, fjallahjól með fjölda gíra og góðum grófum dekkjum sem gera notendunum kleift að nota þau marga mánuði á ári og í flestum veðrum.
Í hug margra ráðamanna sem starfa í skipulag umferðamála er reiðhjólið því miður ennþá álitað leik- og frístundatæki en ekki sambærilegt samgöngutæki. Reiðhjólastígakerfið á höfuðborgarsvæðinu bera víðar vott af því. Lélegar eða engar tengingar eru milli bæjarfélagana. Reiðhjólamönnum er boðið að hjóla uppi á gangstéttum, hossast upp og niður háa brúnir, taka óteljandi 90 gráða beygjur og hjóla langar krókaleiðir. Þar sem maður getur hjólað léttilega á 25 30 km hraða nennir maður þess yfirleitt ekki og tekur akbrautina fram yfir slíkt. En mörgum bílstjórum mislíkar þetta stórlega því stressið fer illa með manninn og friðsamlegt fólk breytist stundum í grenjandi ljón bak við stýrið. Það á bágt við að viðurkenna hjólreiðarmanninn sem jafningja í umferðinni bara af því að hann er með minna blikk í kringum sig. Flestir sitja einir í bílum sínum og komast ekki miklu hraðar um göturnar Reykjavíkur á aðalannartímum.
Sorglegt er einnig hversu lítið er haft fyrir að bjóða reiðhjólamönnum viðeigandi aðstæður að geyma hjólið sitt.
Svona dæmi eru í mörgum skólum þar sem engin reiðhjólaskýli eru og faratækin barnanna liggja undir skemmdum. Þá er ekki beinlínis hvetjandi fyrir æskuna að ferðast á vistvænan hátt og kjósa krakkarnir frekar að láta keyra sig í skólann. Hver okkar myndi nenna að setjast í blautan bíl? Við athugasemdir til bæjarins fær maður þá jafnvel svör eins og að það væri nú varasamt að hvetja börnin til reiðhjólanotkunar því að stígakerfið væri ekki nógu gott.
Hvað finnst þér um slík svör? Hvað skildu nokkrar reiðhjólaskýli og bætur á stígakerfinu kosta í samanburð við 1 mislæg gatnamót, 1 hringtorg eða breikkun Vesturlandsvegar?
Hvers vegna fara svo margir Íslendingar reglulega í sund? Auðvitað vegna þess að við eigum svo góðar sundlaugar um allt land. Hvers vegna nota ennþá svo fáir reiðhjólið? Svara þú nú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)