Færsluflokkur: Bloggar
21.8.2013 | 18:18
Framhaldsskólanámið
Þegar er að bera saman lengd framhaldsskólanáms hér á landi og í öðrum löndum sem standa okkur nær þá er samanburður ekki alveg nógu sanngjarnt.
Á Íslandi þurfa framhaldsskólanemar að kosta námsgögnin sjálfir og greiða skólagjöld / innritunargjöld í mörgum eftirsóttum skólum. Þar sem ekki allar fjölskyldur hafa efni á því að kosta framhaldsskólanám fyrir afkvæmin sín þá þarf margt ungt fólk að vinna sér inn tekjur í sumarfríinu til að standa undir þessu.
Og hætta er á því að þegar framhaldsskólanemar fá sumartekjur í hendur þá fallast þeir fyrir freistni að kaupa sér allskonar hluti. Bílaeign þeirra til dæmis er vægast sagt ótrúleg, allstaðar vantar bílastæði við framhaldsskólana. Neysluhyggjan er innprentað í okkar unga fólk frá yngstu æsku og flottustu og nýjustu tól verður maður að eiga.
Svona er það ekki í útlöndunum. Þar kann fólkið sér hóf og sníðar sér stakk eftir vexti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2013 | 10:39
Rányrkja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2013 | 10:45
Besta ráðið er að eitra?
Í dag er frétt í mbl. um "pöddur" og að best sé að eitra fyrir þeim. Þetta er álit meindýraeyðisins sem var spurður. Er það virkilega þannig eða er hægt að grípa fyrst til annarra og vægara aðgerðir? Mig langa að segja frá mínum reynslum við skordýr á heimilinu mínu.
Ég var með silfurskottur inni á baðinu hjá mér. Þeim finnst gott að vera í röku og hlýju umhverfi. Svo ég breytti því: Loftaði meira út, minnkaði hitann og þurrkaði oftar en ég hafði gert alla rakabletti burt frá gólfinu. Það svínvirkaði.
Al miklu verra var að fá hveitibjöllur inn, sennilega með menguðu hveiti. Þetta var löng og erfið baráttu. Ryksugan var vinurinn minn: Næstum alltaf á nokkra daga fresti fór ég vel í öll horn og alla rifur einnig í skápunum sem matvæli eru geymd. Svo heyrði ég að þessi kvikindi væru ekki sátt við ýmis efni. Lavendurolían reyndist vel. Þetta bar ég á alla staði reglulega sem bjöllurnar höfðu fundist. Og viti menn: Ég losnaði við þennan óboðna gest. Besta ráðið er reyndar að fyrirbyggja: Setja allt hveiti og allar kornvörur í frysti í sólarhring. Þannig kviknar aldrei líf í þeim.
Góðar og eiturlausar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2013 | 12:53
Rigningin er góð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2013 | 11:46
Einkarekstur til hins góða?
Þurfum að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2013 | 17:12
Snillingarnir í hagræðingarnefndinni
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum þegar ég heyrði frétt í útvarpinu í gær og gat ekki annað en að skella upp úr. Það var að stofna hagræðingarnefnd, og giskið þið hvaða þríeykið situr í henni: Guðlaugur Þór styrkjarkóngur, Ásmundur liðhlaupari og Vigdís Hau. væluskjóða. Lengi getur illt versnað. Hvað skyldi þessir snillingar setja efst á lista í hagræðingunum ( = niðurskurður)?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2013 | 18:24
Loftbóluflokkurinn missir fylgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2013 | 13:20
Nú er það eitur
Illt skal útrýma með enn verra. Þetta virðist mjög algeng skoðun. Óæskilegar lífverur á að drepa - og það strax! Sama hvort það er illgresi eða hvort það séu pöddur.
En: Illgresi eru nú bara duglegar plöntur sem vaxa á óæskilegum stöðum en eru til sóma annarstaðar. Og pöddur eru margar gagnlegar: Humlur og býflugur frjóvga blómin, kóngulær veiða mý, maríuhænur éta blaðlýs og svo má lengi telja. Allir vilja fugla í sinn garð en taka jafn óðum lífsviðurværi þeirra með því að drepa næringaruppsprettu þeirra.
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps blæs til stórsóknar til að útrýma lúpínu úr tæpum hektara á þengilshöfða - og auðvitað með eitri! Að eitra fyrir lúpínu hefur verið reynt í rannsóknartilgangi en ekki borið áætlaðan árangur. Hins vegar hefur hófleg beit reynst mjög jákvætt. Einnig má slá lúpínu snemma sumars þegar hún hefur ekki myndað fræ í nokkur ár. Einn hektari er nú ekki svaka stórt svæði.
Ég hef átt sumarhús í 10 ár í Hvammslandi við Skorradalsvatnið, þar eru brekkurnar bláar af lúpínu og einnig belti með þessum plöntum við vatnið. Þar koma þær í veg fyrir landbrot sökum sveiflunum við vatnsborðið - semsagt mjög gagnleg jurt að mínu mati. Á landinu mínu hefur lúpínan stungið sér niður hér og þar og dugar að slá hana þar sem ég vil ekki hafa hana, alveg eins og mjaðjurt og fleiri ágengar plöntur. Í Hvammslandi má sjá mörg skörp skil yfir í Vatnsendalandið: Þar er beit og varla nein lúpína að finna.
Svo, kæra Guðný: Settu nokkra menn af stað við sláttuorf, leyfðu nokkrum rollum að smakka góðgætið og slepptu eitrinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2013 | 22:19
Silfurdrengirnir draga strax í land
Jæja, það kemur strax að því að "silfurdrengirnir " draga í land með sínum ofurfallegum kosningarloforðum. Nú virðist þeir fatta það að staða ríkissjóðs er verri en þeir héldu. Stunduðu þeir Sigmundur og Bjarni ekki báðir þingmennsku á síðustu tímabili? Hvar voru þeir þá? Alltaf í kaffi og fylgdust ekki með? Nú er það jæja og jaml og tönnlast á hagvöxt sem mun einungis nást með enn einu álveri - skítt með nýjan spítala og ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn. Hvaða "hagræðingar" mun þjóðin þurfa að taka á sig til þess að fleiri álver munu risa með tilheyrandi virkjunum og skuldasöfnum?
Ég er ekki bölsýn en stefnir ekki nákvæmlega í sama farið en fyrir síðasta hrunið? Gylliboð, hagvöxtur, ofurbjartsýni, loftbolapólitík og --- hrun (sem litli maðurinn má borga fyrir).
En nú er sumar og sól!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2013 | 16:30
Sannur framsóknarmaður
Í DV á bls. 13 er frétt um Harald Einarsson, nýkjörinn þingmann Framsóknarflokksins, þar sem hann er spurður álits um virkjunaráformin í Þjórsá. Hann telur sig vera umhverfissinnaður og finnst taka faglega afstöðu til þessara virkjunarframkvæmda.
Málið er bara það að hann og hans fjölskylda hafa hagsmuna að gæta þegar virkjað verður við Urriðrafoss: Þá er von á feitum greiðslum þegar Landsvirkjun kaupir upp netveiði á þeim jörðum sem munu verða fyrir mestum skerðingum. Bærinn Urriðafoss þar sem þingmaðurinn byr ber þar hæst.
En Haraldur vill meina það hann hafi hagsmuna almenningsins mest í huga. Við höfum heyrt annað eins.
Sannur framsóknarmaður sem kann taktana flokksins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)