Færsluflokkur: Bloggar

Alcoa í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moodys hefur sett Alcoa í ruslflokk! Þó að álitið frá svona fyrirtækjum þarf að taka með fyrirvara er ekki hægt að lita fram hjá því að áliðnaðurinn á í vök að verjast. Offramboð og lækkandi verð á heimsmarkaðinum láta aðvörunarbjöllurnar hringja. Allstaðar nema hjá nýju ríkisstjórninni sem vilja setja allt í botn og boxa álver í Helguvík í gegn hvað svo það mun kosta.

Flytjum okkur nú hægt og sýnum smá framsýn og skynsemi.

Og hvernig var það nú með "skuldavandamál heimilana"? Var það bara sett í nefnd?


Rangur áfram, ekkert stopp!

Rangur áfram, ekkert stopp Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningarbaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“.Einhver grínisti hafði haft sig til og minnkað nokkur plaköt  um einn sta, þannig að eftir stóð. „Rangur áfram, ekkert stopp“

Ég er að velta fyrir mér hvort  þetta breytta slagorð á ekki vel við því sem nýja ríkisstjórn ætla sér í uppbyggingu atvinnumála. Virkjunarframkvæmdir og stóriðju, já takk!


Umhverfismálin í skúffu?

Jæja, nú vitum við það sem við vissum lengi: Sjálfstæðisframsókn hefur ekki mikinn áhuga á umhverfismálunum. Umhverfisráðuneytið fór bara í skúffu hjá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. Og ráðherra á þeim bæ er ekki beinlínis þekktur fyrir að hafa áhuga á umhverfisvernd.

En mig langa að þakka Svandísi fyrir vel unnin störf í þágu umhverfisverndar. Hún hefur unnið af miklum eldmóð og var langbesti umhverfisráðherra sem við höfum haft.


Allt að vera grænt

Það er dásamlegt að vakna við fuglasöng klukkan 5 á morgni. Það er yndislegt að stinga hausinn út úr húsinu og finna ilminn af ný útsprungnu asparlaufi. Nú er dásamlegasti tími ársins framundan og ég hvet fólkið að týna nú loksins saman áramótadraslið og "plastskreytinganna" á trjánum og girðingunum. Ekki bíða með að einhver annar gerir það. Saman sköpum við fallegt umhverfi.

Krýsuvík, ekki nógu langt frá?

Getur það verið að það sem er okkur næst er ekki nógu spennandi?

Í gær fékk ég að fara með náttúrusamtökunum í mjög áhugaverða ferð um Krýsuvíkursvæðið. Fræðimenn sem voru með í ferðinni sögðu skemmtilega frá og miðluðu mikinn fróðleik.

Krýsuvík og allt svæðið í kring er mjög merkilegt á heimsvísu. Móbergshryggir til dæmis finnast ekki á mörgum stöðum í heiminum. Kleifarvatnið er mjög sérstakt og dularfullt vatn og fegurðin þar í kring heillandi.

En menn í stóriðjuflokknum ætla að brölta áfram í sínu draumasýn að á Íslandi væri orku að fá endalaust. Þar er ekki hlustað á vísindamenn heldur er að búa til eitthvað mynstur sem stenst engan veginn. Þannig að Krýsuvík er í hættu eins og önnur svæði á Reykjanesi. Mætti ekki loksins að afskrifa álversdæmið í Helguvík. Þetta hefur þegar kostað allt og mikið og glórulaust er að fórna landsvæði eins og Krýsuvík sem skapar margfalt meira tekjur sem ferðamannastaður ef rétt er að því staðið.

 


Við getum þetta

Nú verður bara að taka hjólið fram, smyrja keðjuna, setja loft á dekkin og skella sér með í átakinu "hjólað í vinnuna". Margir hafa ennþá ekki prufað hve marga kílómetra maður kemst á 15 mín. á hjóli. Það er hressandi og styrkjandi að hjóla. Maður brennir fitu í staðinn fyrir bensín og umhverfið nýtur góðs af. Áfram nú!

Græna gangan

Ég var að skoða fréttaflutningana á mbl.is. Þar var ekki minnst á allan þennan fjölda sem tók þátt í grænu göngunni. Af hverju? Þetta var langfjölmennasti hópurinn og þetta ber vott um að fólki í landinu er ekki sama um hversu lítið er fjallað um umhverfismálin. Andstæðan við frekari uppbyggingu stóriðju fer vaxandi og vonandi taka næstu stjórnvöldin mark á þessu. Og fjölmiðlar líka. Þótt á Mogganum situr einhver versti ritstjóri sem er illa innrætur og fullt af hatri.


Hrægammar

Hrægammar eiga ekki skilið að það sé talað illa um þá. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í náttúrunni. Hreinsa upp eitthvað sem enginn kærir sig um að hirða, éta það sem enginn annar myndi leggja sér til munns. Þannig koma þeir í veg fyrir að rotnandi lík séu til vandræða og stuðla að því að lyktamengun og smithætta eru í lágmarki.

Framsóknarflokkurinn hefur spilað á ímynd hrægammanna sem eitthvað ógeðslegt og vont. En á þeim bæ sitja ránfugla sem eru miklu verra: Þeir hrifsa allt til sín sem þeir geta. Sigmundur Davíð er mesti auðmaðurinn á þingi og hann og hans hyski langa í meira.

 


Fólk á frekar að sitja heima

Nú er að ganga til kosningar. Og því miður eru margir frekar að fylgja með eurovision, kvikmyndastjörnum og tísku en með landsmálum. Menn og konur setja krossinn sinn eftir því hver af frambjóðendum er myndarlegur (fótóshop!), hvaða flokkur gefur pylsur og vöfflur og hver lofar mest (óraunhæft en spennandi).

Mér finnst að þeir sem hafa enga skoðun á málunum ættu að sitja heima frekar en að kjósa.


Svikin loforð

Ég er í alvöru að hugsa um að kjósa þann flokk sem lofar minnst. Manni verður óglatt að heyra öll þessi loforð rétt fyrir kosningarnar, vitandi að það sé ekki heil brú í mörgum. Sem betur fer missir Framsóknarflokkurinn loksins flugið. Svo: Ekki er öll von úti um að landsmenn ganga skynsamlegir til kosningar og láta ekki óraunhæf loforð um nýtt góðæri, niðurfellingu skulda og lækkaða skatta plata sig. Ókeypis pylsur og vöfflubakstur mun alla vega ekki hafa áhrif á það sem ég mun kjósa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband