Kalt og þurrt

Nú er vorið aftur í nánd og allir hlakka til. Ekki síst þeir sem fást við gróðurrækt. Manni klæir í grænu fingrunum. Þetta bjarta og fallega veður sem við höfum fengið hér á Suðvesturlandi hvetur til útivistar og hreyfingu og einungis skíðafólkið fær ekkert fyrir sinn snúð. En hvað kemur fólki til að koma af stað sinubruna við svona veðurfar eins og er núna? Við Hvaleyrarvatnið var einu sinni enn kveikt í sinu og margra ára starf skógræktarmanna var eyðilagt. Fólkið sem stendur fyrir slíkt er annaðhvort veikt á geði eða það eru algjörar fávitar þarna á ferðinni.

Njótum vorsins án skemmdarverka!


mbl.is Fimm hektarar brunnu í Seldal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Bruninn í den var af völdum barnafikts...og líklegast er um það að ræða nú.

Börn teljast varla fávitar eða veik á geði fyrir slíkar sakir....

Haraldur Davíðsson, 28.3.2010 kl. 18:24

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er því miður líka fullorðið fólk sem "skemmtir sér" þannig. Og börn sem stunda þessa iðju eru auðvitað ekki fávitar en alveg örugglega illa uppalin og eftirlitslaus.

Úrsúla Jünemann, 29.3.2010 kl. 11:22

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ósammála um slæma uppeldið, börn fikta við ýmislegt án þess að uppeldið komi þar neinsstaðar nærri.....en rétt er að fullorðið fólk hagar sér oft eins og börn.

Haraldur Davíðsson, 30.3.2010 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband