Hvalveiðar þjóðhagslega hagkvæmar?

Hvalveiðar þjóðhagslega hagkvæmar?Það vekur furðu mína að lesa um niðurstöður sem Hagfræðistofnun hefur gefið út í sambandi við hvalveiðar. Þar segir að hvalveiðar séu „þjóðhagslega hagkvæmar“ þótt tap hefur verið á hrefnuveiðum í fyrra. Ég hélt alltaf í einfeldni minni að það þyrfti að vera hagnaður af einhverju til þess að það yrði hagkvæmt. Í Fréttablaðinu 30.mars segir að „opinberar upplýsingar liggja ekki fyrir um þýðingu hvalveiða fyrir þjóðarbúið á liðnum árum en samkvæmt upplýsingum frá Hval hf. og hrefnuveiðimönnum gætu 80 – 90 ársverk fallið til...“. Áfram segir svo: „Ef gert er ráð fyrir að hægt sé að selja hluta afurðanna utanlands...“ . Hingað til hefur ekkert selst nema hér á heimamarkaðnum og virðist ekki útlit fyrir að það breytist þrátt fyrir að menn hafa reynt að selja eitthvað til Evrópu þrátt fyrir að það sé ekki leyfilegt. Svo er sagt frá því að með auknum hvalveiðum væri hægt að stækka þann hluta nytjastofnsins sem mætti veiða af því að hvalirnir ætu svo mikið af fiski. Fyrir þessum fullyrðingum eru nákvæmlega engin vísindaleg rök. Fjölstofnalíkan Hafrannsóknarstofnunarinnar sem er lagt þarna til grundvallar er mjög einfaldað og vísindamenn hafa gagnrýnt að leggja slíkt til grundvallar til að spá um langtímaáhrif. Hilmar Malmquist, doktor í líffræði gagnrýndi skýrsluna einmitt vegna þess í viðtali á rás 2 í dag og segir að menn túlki hana óvarlega.Það er ekki búið að rannsaka að neinu ráði hvaða áhrif hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna. Einnig vanta allar kannanir sem fjalla um ímynd Íslands í sambandi við svona starfsemi. Vitað er að margar þjóðir hafa verið með hörð gagnrýni í okkar garð. Ég get ekki varist þeirri tilfinningu að þarna hafa Kristján Loftsson og hans menn látið gera skýrslu sér í hag. Skýrslan er allavega mjög einhliða og á veikum grunni byggð.Hvalveiðimenn benda á hve atvinnuskapandi hvalveiðar séu. En til að skapa atvinnu mætti alveg eins vel ráða menn til að búa til göngustíga um vinsæl svæði eða græða upp örfoka land og borga kaup fyrir það. Allavega væri jákvæður afrakstur af því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband