Hvenær verður þessi maður stoppaður af?

Það vekur alltaf jafn mikla furðu hjá mér að svona menn eins og Kristján Loftsson skyldu fá að vaða upp með frekju og vitleysisgang. Ætlum við hér á Íslandi aldrei læra að einbeita okkur að arðbærum atvinnuvegum eins og til dæmis ferðaþjónustunni? Hvalveiðar tilheyra þátíðinni alveg eins og stóriðjudraumurinn sem hefur leidd okkur í ógöngu og njörvað okkur niður  í óarðbæra orkunýtingu langt fram í tíma.
mbl.is „Þetta eru hryðjuverkamenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég tel að allir þeir sem höfðu vinnu og góðar tekjur á s.l. sumri við hvalveiðar og vinnslu haldi meira upp á Kristján Loftsson heldur en ráðherrana í þessari duglausu ríkisstjórn sem nú sytrur og reynir að þvælast fyrir öllum atvinnuskapandi verkefnum. Nú þurfa Íslendingar að hafa allar klær úti til að auka atvinnu og auka útflutningstekjur. Þar er Kristján í framvarðar sveit.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.4.2010 kl. 10:58

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Útflutningstekjur hvað? Ekki hefur maðurinn selt nokkurn skapaðan hlut til útlanda nema ef til vill á GRÁU SVÆÐINU.

Úrsúla Jünemann, 4.4.2010 kl. 15:16

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Dettur þér í hug að hann sé með 200.mans í vinnu eins og var að vinna við þetta í sumar ef hann seldi ekki afurðirnar.Það eru sjálfsagt öll svæði grá hjá Grænfriðungum.

Ragnar Gunnlaugsson, 4.4.2010 kl. 18:38

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hvert seldi hann hvað?

Úrsúla Jünemann, 4.4.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband