7.4.2010 | 12:41
Kristján Möller, hvert stefnir?
Það er búið að skrifa mikið um þessa nýja vegatolla sem eiga að smala inn peninga fyrir nýja vegaframkvæmdir. Það væri gaman að heyra viðhorf fólks almennt um það hvaða framkvæmdir eiga að hafa forgang núna þegar fjármagn liggur ekki á lausu. Hversu nauðsýnlegt er yfirleitt að setja okkar skattpeningar í malbik og meira malbik?
Samgönguráðherra sinnir auðvitað sínum málaflokki en setur hann áherslurnar rétt? Í viðtali í sjónvarpsfréttum í gær sagði hann eitthvað á þann hátt að notendur rafmagnsbíla notuðu göturnar ókeypis og réttlátt væri að þeir borguðu alveg eins og bensínnotendur. Þess vegna væri í lagi að lækka verð á eldsneyti og leggja á vegtolla í staðinn. Við þetta langa mig að athuga ýmist:
1. Ætlar samgönguráðherra að refsa þeim sem hugsa vistvænt og ætla að draga úr loftmengun? Ætlar hann að leggja stein í götu fyrir jákvæða þróunina sem aukna notkun rafmagnsbíla er?
2. Gerir samgönguráðherra sér grein fyrir því að fólkið hefur jú val hvort það notar bensínbíla eða rafmagnsbíla, hvort það ekur vistvænt eða spænir af stað, hvort það keyrir um á eyðslufrekum jeppa eða litlum sparneytnum bíl? Eða hvort það notar almenningssamgöngur eða hjól? Það hefur hins vegar ekki neinn annan kost en að grípa í budduna og borga vegagjöld þegar það ekur til dæmis Suðurlandsbrautina í nauðsýnlegum erindum.
3. Hvað segir samgönguráðherra um það að leggja loksins gjald á nagladekkin. Slit á vegum sökum notkun þeirra kosta árlega mikinn pening í viðgerðir auk þess að loftmengun og slæmt áhrif á heilsu fólks er gríðarlegt.
4. Framkvæmdaglaði samgönguráðherra mætti loksins snúa sér að því að skapa hjólreiðamönnum viðeigandi aðstæður, alla vega á höfuðborgarsvæðinu, en gjarnan einnig út úr bænum. Beinar leiðir án aukakróka þannig að hjólið nýtist sem samgöngutæki. Það er fyrir löngu kominn tími til þess.
Athugasemdir
Kominn tími til að reiðhjól verði skilgreind sem alvörufarartæki og samgöngutæki.
Hörður Halldórsson, 7.4.2010 kl. 13:27
Gott að heyra í græningja á Íslandi.
Þegar ástandið er eins og það er í dag á Íslandi, þá þarf einmitt að hugsa hlutina upp á nýtt og þá hvernig samgöngur við viljum hafa.
Meira malbik er bara "steypa";)
Ég bý í borg, Berlín, þarf sem það er algerlega óþarfi að eiga bíl. Það þarf að athuga hvernig hægt er að nota núverandi vegi en styrkja almenningssamgöngur og "græna" bíla.
Gönguvegir hafa hingað til aðeins verið skraut eins og brýr yfir vegi sem eru margfalt lengri en tilefni gefur til en gefur góða mynd af hugsunargangi þeirra sem láta reisa þessar "skrautbrýr".
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:28
Ég held að margir ráðherranna séu við vegstikuna í Grímsey. Þau vita ekkert hvaða leið á að velja svo þau setjast niður.
Njörður Helgason, 7.4.2010 kl. 14:07
Sæl Úrsúla
Við erum samherjar hvað varðar hjólreiðar, en ég sé að ég sé ekki sammála þér í öllu sem þú skrifar í þessari færslu. Vona að það sé í lagi :-) Tel mér hafa pælt töluvert í þessu.
Svör við punktana þína :
Nú kann að hljóma eins og ég sé ánægður með Kristjáni Möller, en það fer fjarri því. Hlutir eru að gerast allt, allt of hægt. Og ráðuneytið hans hefur þóst hlusta á Landssamtök hjólreiðamanna í vinnunni með nýrri umferðarlög, en ítrekað hefur komið í ljós að þeir hafa ekkki áhuga á samræður, heldur bara eitthverjar ábendingar sem þeir geta nytt sér til að skora ódýr stig á. ( Aðeins sett á oddinn þarna.. ) Það er erfitt að bera virðing fyri fólki eða stofnanir sem ekki virðir mann.
En að rukka vegtolla _held_ ég að hafi mikið fyrir sér.
Sjá til dæmis
http://ec.europa.eu/environment/europeangreencapital/green_cities_submenu/oslo_2010_2011.html
Stokkhólmur, London, Trondheim, Singapore hafa líka vegtollir inn í borginni, og þetta hefur gefist mjög vel.
Morten Lange, 8.4.2010 kl. 23:00
Ég er þeirrar skoðunar að það sem KM var að kynna í Kastljósinu um vegaskatta sem innheimtir eru með aðstoð gervihnattasambands, sé valkostur sem verður tekinn í notkun með einhverjum hætti innan ekki margra ára. Þetta er nýstárleg leið og mjög áhugaverð. Tel að margskonar þjónustugjöld verði í framtíðinni með einhverjum svona hætti. Það er í raun mjög rökrétt að gjaldtaka fari eftir hvers kyns notkun og síðan verði settar inn afsláttar kerfi til að dreifa kostnaði á fólk eftir efnahag að vissu marki
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.4.2010 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.