Alaskalúpínan

Öfgar eru aldrei til góðs. Viðhorf til alaskalúpínunnar er gott dæmi um þetta. Þegar hún var flutt til landsins þótti hún allra meina bót það sem örfoka land snerti. En hún er ofurdugleg planta sem breiðist hraðar út en menn gerðu ráð fyrir. Og hún óð einnig  þar inn sem var ekki þörf á henni. Auðvitað er óæskilegt að hún veður yfir svæðin þar sem viðkvæmar íslenskar jurtir vaxa. Hins vegar gerir hún mikið gagn á svæðum eins og á Mýrdalssandinum. Þar hefur lúpínan breytt svarta foksanda í blómahaf og er bæði falleg og gagnleg. Norðan við Skorradalsvatnið þar sem ég á litið sumarhús við ströndina er hún óborganleg við að festa strandlengjuna þegar öldurnar úr sunnanátt naga á bökkunum. Engin planta stenst svona náttúruöflum nema lúpínan. Nú er hafið herferð á móti þessara duglega plöntu og allt þykist vera til foráttu það sem hana snertir. Það á meira að segja að beita eitur!

Við skulum fara með gátt. Eiturherferð er auðvitað afleitt. Leyfum lúpínunni að vaxa þar sem ekkert annað getur þrífist. Reytum hana upp þar sem hún fer inn á gróin svæði með náttúrulegum íslenskum gróðri. Ekkert er alvont eða algott. Öfgar eru aldrei til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hjartanlega sammála. Lúpínan hefur gert gríðarlegt gagn til að hefta uppblástur, t.d. á Haukadalsheiði.

Ágúst H Bjarnason, 11.4.2010 kl. 22:38

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Sammála þér að öllu leyti. Meðalhófið er best í þessu sem mörgu öðru. Að auki er þetta ekki vinnandi vegur. Þetta tekur áratugi sagði málsvari nefndarinnar sem um þetta fjallaði. Stundum er betra að gera alls ekkert en eitthvað. Hins vegar mætti gæta að því að hún færi ekki frekar inná viðkvæm svæði.

Sigurður Ingólfsson, 12.4.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband